Lífið

Sigga Heimis selur á Nesinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigga Heimis selur litríka eign á Seltjarnarnesi.
Sigga Heimis selur litríka eign á Seltjarnarnesi. Samsett

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett á sölu sex herbergja einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi. Eignin er 227,9 fermetrar, ásett verð er 148.900.000 en húsið var byggt árið 1940.

Húsið er smekklegt og er litaval innandyra, veggir og innréttingar, einstaklega skemmtilegt. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og auk þess er íbúð í bílskúrnum. Marokkóskar flísar og dimmblá eldhúsinnrétting í húsinu vekur athygli. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessari skrautlegu og fallegu eign en frekari upplýsingar má finna á Fasteignavef Vísis


Tengdar fréttir

Sigga Heimis í hönnunarkennslu í HR

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis var fengin til að kenna hönnun í vél- og orkutæknifræði við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.