Húsið er smekklegt og er litaval innandyra, veggir og innréttingar, einstaklega skemmtilegt. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og auk þess er íbúð í bílskúrnum. Marokkóskar flísar og dimmblá eldhúsinnrétting í húsinu vekur athygli.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessari skrautlegu og fallegu eign en frekari upplýsingar má finna á Fasteignavef Vísis.









