Uppselt á leik sænska kvennalandsliðsins í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 09:31 Sænska landsliðskonan Stina Blackstenius í barátti við íslensku landsliðskonuna Glódísi Perlu Viggósdóttur í leik liðanna í síðustu undankeppni. EPA-EFE/Bjorn Larsson Eins og við hér heima á Íslandi þá eru Svíar með mjög spennandi kvennalandslið í fótboltanum. Það er líka mikill áhugi á sænsku stelpunum þessa dagana eins og sjá má á fréttum frá Svíþjóð. Sænska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að uppselt er á leik sænska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í kvöld. Det blir storpublik när Sverige tar emot Finland i VM-kvalet på Gamla Ullevi i morgon. https://t.co/mkjiw3354E— SVT Sport (@SVTSport) November 24, 2021 Svíar mæta þá nágrönnum sínum Finnum á Gamla Ullevi leikvanginum. Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki en Finnar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir. 14.500 miðar voru í boði og nú eru þeir allir seldir. Mæti allt þetta fólk á völlinn verður sett nýtt áhorfendamet á leik sænska kvennalandsliðsins í Svíþjóð þegar frá eru taldir leikir liðsins á stórmóti. „Áhorfendurnir eru mikilvægasta fólkið okkar fyrir utan völlinn og það er stórkostlegt að það sé uppselt á leikinn,“ sagði fyrirliðinn Caroline Seger í fréttatilkynningu sænska sambandsins. „Það gefur okkur leikmönnunum mikla aukaorku að fá þessar fréttir í aðdraganda leiksins. Við munum gera allt okkar til að bjóða upp á góðan fótboltaleik. Okkur hlakkar til að spila fyrir framan alla þessa frábæru stuðningsmenn og búa til ógleymanlegt kvöld saman,“ sagði Seger. Sveriges VM-kvalmatch utsåld: "Helt magiskt"https://t.co/haiQGyL9Lm pic.twitter.com/YfaSa6j01s— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 24, 2021 Það hafa bara mætt fleiri á kvennalandsleik í Svíþjóð þegar Svíar héldu EM sumarið 2013 en íslenska kvennalandsliðið fór einmitt í átta liða úrslitin á því móti. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki tapað leik á árinu 2021 fyrir utan úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum þegar liðið tapaði á móti Kanada í vítakeppni. Alls eru þetta 13 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í vítakeppni sem er magnaður árangur. Svíar hafa unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum en sænska liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum síðasta sumar og í þriðja sæti á HM sumar 2019. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Sænska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að uppselt er á leik sænska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í kvöld. Det blir storpublik när Sverige tar emot Finland i VM-kvalet på Gamla Ullevi i morgon. https://t.co/mkjiw3354E— SVT Sport (@SVTSport) November 24, 2021 Svíar mæta þá nágrönnum sínum Finnum á Gamla Ullevi leikvanginum. Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki en Finnar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir. 14.500 miðar voru í boði og nú eru þeir allir seldir. Mæti allt þetta fólk á völlinn verður sett nýtt áhorfendamet á leik sænska kvennalandsliðsins í Svíþjóð þegar frá eru taldir leikir liðsins á stórmóti. „Áhorfendurnir eru mikilvægasta fólkið okkar fyrir utan völlinn og það er stórkostlegt að það sé uppselt á leikinn,“ sagði fyrirliðinn Caroline Seger í fréttatilkynningu sænska sambandsins. „Það gefur okkur leikmönnunum mikla aukaorku að fá þessar fréttir í aðdraganda leiksins. Við munum gera allt okkar til að bjóða upp á góðan fótboltaleik. Okkur hlakkar til að spila fyrir framan alla þessa frábæru stuðningsmenn og búa til ógleymanlegt kvöld saman,“ sagði Seger. Sveriges VM-kvalmatch utsåld: "Helt magiskt"https://t.co/haiQGyL9Lm pic.twitter.com/YfaSa6j01s— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 24, 2021 Það hafa bara mætt fleiri á kvennalandsleik í Svíþjóð þegar Svíar héldu EM sumarið 2013 en íslenska kvennalandsliðið fór einmitt í átta liða úrslitin á því móti. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki tapað leik á árinu 2021 fyrir utan úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum þegar liðið tapaði á móti Kanada í vítakeppni. Alls eru þetta 13 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í vítakeppni sem er magnaður árangur. Svíar hafa unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum en sænska liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum síðasta sumar og í þriðja sæti á HM sumar 2019.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira