Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2021 18:31 Starfandi forseti Alþingis fundaði með formönnum þingflokka í dag. Vísir/Egill Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. Ljóst var fyrir fund forseta með þingflokksformönnum að fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins hafi myndað meirihluta í nefndinni um að staðfesta beri kjörbréf allra þingmanna og þar með þeirra sem náðu kjöri samkvæmt seinnni talningu í Norðvesturkjördæmi. Umræður hefjast á Alþingi klukkan eitt á morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfandi forseti Alþingis og formaður Viðreisnar leggur áherslu á að allir þingmenn sem vilji fái að tjá sig óhindrað í umræðunum. „Ég undirstrika að það eru engin tímamörk á þessari umræðu. En ég bind engu að síður vonir við að við náum að klára þetta mál og síðan greiða atkvæði um þetta annað kvöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hún búist við að þrjár tillögur verði lagaðr fram. Áðurnefnd tillaga meirihluta nefndarinnar, tillaga um að kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi og allra jöfnununarþingmanna verði ekki staðfest sem kallaði á uppkosningu í kjördæminu og síðan tillaga fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að engin kjörbréf verði staðfest og þar með boðað til alþingiskosninga á ný. Hún voni að umræðan verði hófstillt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfandi forseti Alþingis.Vísir/Arnar „Af virðingu við Alþingi, af virðingu við lýðræðið, þá skiptir það málið að við getum talað um þetta tæpitungulaust auðvitað en af hófsemi engu að síður. Þetta er mál sem snertir samvisku og sannfæringu hver og eins þingmanns. Það er engin skoðun rétthærri heldur en önnur,“ segir starfandi forseti Alþingis. Vinna undirbúningskjörbréfanefndar sé góður grunnur fyrir þingmenn að byggja afstöðu sína á. Þá vonar Þorgerður Katrín að hægt verði að kjósa fulltrúa í forsætisnefnd og fastanefndir þingsins á þriðjudag. „Já ég geri nú ráð fyrir því að ný ríkisstjórn verði komin fyrir þrðjudag. Þótt það sé ekki endilega allt sem kallar á það lögum samkvæmt. Fjármálaráðherra er starfandi og þetta er (fjárlaga)frumvarp sem hann getur lagt fram og mælt fyrir. En ég geri nú ráð fyrir að þau vilji vera búin að kynna ríkisstjórnina fyrir þriðjudaginn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Málinu ekki lokið utan þings En þótt málið klárist sennilega innan þings á morgun er því ekki lokið utan þings því Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglustjórans á Vesturlandi. Málið hafi áður verið kært til lögreglu og lögregla sektað yfirkjörstjórnarfólk þar sem atkvæðin hafi verið skilin eftir óinnsigluð. „En það eru bara fjöldamörg önnur möguleg kosningalagabrot og ein möguleg rangfærsla á kosningum. Kosningasvindl sem mér sýnist að gögnin sem undirbúningsnefndin skilaði af sér í gær geti mögulega sýnt fram á. Þess vegna kæri ég til lögreglu varðandi það,” segir Jón Þór. Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata.Vísir/Egill Ertu sem sagt að segja að formaður yfirkjörstjórnar hafi beinlínis svindlað við talninguna? „Þessi gögn Alþingis sýna að hann skapar sér sjálfur tækifæri til að svindla mögulega. Með því að vera einn með atkvæðunum sem hann sjálfur innsiglaði ekki. Hvort tveggja mögulegt lögbrot. Eitt staðfest. Þar síðan gerir hann ómögulegt að sinnt sé eftirliti með þessari endurtalningu atkvæða. Með því að kveða ekki til umboðsmenn, auglýsa ekki, kjósendur komast ekki á staðinn og svo framvegis. Að lokum rangfærir hann upplýsingar um hvað hann var lengi með atkvæðunum og hvenær hann handfjatlar þau í gerðarbók, upplýsingum til lögreglu og Alþingis. Þannig að mér finnst tilefni til að lögreglan skoði hvort það er sönnunarbyrði til staðar um að þarna hafi átt sér stað kosningasvindl,” segir Jón Þór Ólafsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Ljóst var fyrir fund forseta með þingflokksformönnum að fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins hafi myndað meirihluta í nefndinni um að staðfesta beri kjörbréf allra þingmanna og þar með þeirra sem náðu kjöri samkvæmt seinnni talningu í Norðvesturkjördæmi. Umræður hefjast á Alþingi klukkan eitt á morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfandi forseti Alþingis og formaður Viðreisnar leggur áherslu á að allir þingmenn sem vilji fái að tjá sig óhindrað í umræðunum. „Ég undirstrika að það eru engin tímamörk á þessari umræðu. En ég bind engu að síður vonir við að við náum að klára þetta mál og síðan greiða atkvæði um þetta annað kvöld,“ segir Þorgerður Katrín. Hún búist við að þrjár tillögur verði lagaðr fram. Áðurnefnd tillaga meirihluta nefndarinnar, tillaga um að kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi og allra jöfnununarþingmanna verði ekki staðfest sem kallaði á uppkosningu í kjördæminu og síðan tillaga fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að engin kjörbréf verði staðfest og þar með boðað til alþingiskosninga á ný. Hún voni að umræðan verði hófstillt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og starfandi forseti Alþingis.Vísir/Arnar „Af virðingu við Alþingi, af virðingu við lýðræðið, þá skiptir það málið að við getum talað um þetta tæpitungulaust auðvitað en af hófsemi engu að síður. Þetta er mál sem snertir samvisku og sannfæringu hver og eins þingmanns. Það er engin skoðun rétthærri heldur en önnur,“ segir starfandi forseti Alþingis. Vinna undirbúningskjörbréfanefndar sé góður grunnur fyrir þingmenn að byggja afstöðu sína á. Þá vonar Þorgerður Katrín að hægt verði að kjósa fulltrúa í forsætisnefnd og fastanefndir þingsins á þriðjudag. „Já ég geri nú ráð fyrir því að ný ríkisstjórn verði komin fyrir þrðjudag. Þótt það sé ekki endilega allt sem kallar á það lögum samkvæmt. Fjármálaráðherra er starfandi og þetta er (fjárlaga)frumvarp sem hann getur lagt fram og mælt fyrir. En ég geri nú ráð fyrir að þau vilji vera búin að kynna ríkisstjórnina fyrir þriðjudaginn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Málinu ekki lokið utan þings En þótt málið klárist sennilega innan þings á morgun er því ekki lokið utan þings því Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglustjórans á Vesturlandi. Málið hafi áður verið kært til lögreglu og lögregla sektað yfirkjörstjórnarfólk þar sem atkvæðin hafi verið skilin eftir óinnsigluð. „En það eru bara fjöldamörg önnur möguleg kosningalagabrot og ein möguleg rangfærsla á kosningum. Kosningasvindl sem mér sýnist að gögnin sem undirbúningsnefndin skilaði af sér í gær geti mögulega sýnt fram á. Þess vegna kæri ég til lögreglu varðandi það,” segir Jón Þór. Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata.Vísir/Egill Ertu sem sagt að segja að formaður yfirkjörstjórnar hafi beinlínis svindlað við talninguna? „Þessi gögn Alþingis sýna að hann skapar sér sjálfur tækifæri til að svindla mögulega. Með því að vera einn með atkvæðunum sem hann sjálfur innsiglaði ekki. Hvort tveggja mögulegt lögbrot. Eitt staðfest. Þar síðan gerir hann ómögulegt að sinnt sé eftirliti með þessari endurtalningu atkvæða. Með því að kveða ekki til umboðsmenn, auglýsa ekki, kjósendur komast ekki á staðinn og svo framvegis. Að lokum rangfærir hann upplýsingar um hvað hann var lengi með atkvæðunum og hvenær hann handfjatlar þau í gerðarbók, upplýsingum til lögreglu og Alþingis. Þannig að mér finnst tilefni til að lögreglan skoði hvort það er sönnunarbyrði til staðar um að þarna hafi átt sér stað kosningasvindl,” segir Jón Þór Ólafsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira