Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Svo virðist sem KSÍ hafi ekki enn lært af fyrri mistökum. vísir/vilhelm/skjáskot úr DV 18. september 2021 Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021 KSÍ Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ „Eiginlega meiri gleði heldur en að vinna sjálfur“ „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Sjá meira
Seint í gærkvöldi, nánar tiltekið klukkan 23:30, sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári væri hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans. DV greindi frá því að KSÍ hefði nýtt sér það vegna áfengisneyslu Eiðs Smára eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2022. Eiður Smári fékk áminningu frá KSÍ í sumar og fór í leyfi eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu. Gula spjaldið varð svo að rauðu eftir gleðskapinn í Norður-Makedóníu. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í samtali við Vísi í dag að boði hafi verið upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ sagði Ómar. Margir Twitter-verjar furða sig á því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum og að vandræði því tengdu séu ekki ný af nálinni. Magnús Sigurjón Guðmundsson rifjaði meðal annars upp tuttugu ára gamla frétt frá áfengisneyslu landsliðsmanna fyrir leik gegn Norður-Írlandi. Það þótti undarleg forgangsröðun að landsliðsmenn væru að mafsa degi fyrir flug í landsliðsverkefni í den. 20 árum síðar erum við enn í brasi með búsið. Hvenær ætlum við að læra? #FotboltiNet pic.twitter.com/7jA5BaGaTv— Maggi Peran (@maggiperan) November 24, 2021 Annar Magnús, Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ og spyr sig hvenær sambandið ætli að læra af mistökum sínum. Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) November 24, 2021 Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti R., botnar ekkert í því að boðið sé upp á áfengi í landsliðsferðum. Það að tilkynna eitthvað seint um kvöld þegar það gerist seint um kvöld er ekki skandall. Ef þetta beðið til morguns hefði það verið kallað! En það að bjóða veikum manni uppá áfengi og þetta sull í landsliðsferðum, ætti að vera eina umræðan.— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 24, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri Twitter-færslur um mál Eiðs Smára og vinnubrögð KSÍ. Augljóst með hverjum degi að Vanda er það besta sem KSÍ hefur gert. Engin meðvirkni bara alvöru stjórnun og leiðtogi— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) November 24, 2021 Villt hugmynd til KSÍ. Hætta að bjóða upp á áfengi í landsliðsferðum...— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) November 24, 2021 Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021 Eiður Smári ekki lengur aðstoðarþjálfari. Fólk: nu jæja Fólk í kommentakerfinu: pic.twitter.com/FUzeuUVCe9— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) November 24, 2021 Vesenið hverfur ekki þó þið svarið ekki í síma! Hvaða kjaftæði er þetta!!!— Gunni Nella (@gunni_nella) November 24, 2021 Krísa og krísustjórnun KSÍ: pic.twitter.com/pBb7nwNT8I— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) November 24, 2021 Bætum vinnubrögðin. Samt bara í orði en ekki á borði.— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) November 24, 2021
KSÍ Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ „Eiginlega meiri gleði heldur en að vinna sjálfur“ „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Sjá meira