Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2021 09:00 Willum Þór Þórsson og Börkur Edvardsson áttu stóran þátt í að rífa karlalið Vals úr öskustónni. vísir/stöð 2 Sport/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. Börkur hefur lengi haldið um stjórnartaumana hjá Val og á þeim tíma þurft að taka erfiðar ákvarðanir eins og að skipta um þjálfara. „Þegar þetta hefur gerst hjá okkur, ekki oft sem betur fer, hefur mér liðið illa, andvökunætur og samviskan kvelur mann,“ sagði Börkur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í öðrum þætti Foringjanna. Börkur segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar Willum var sagt upp störfum sumarið 2009. „Það er eitt atriði sem situr alltaf í mér og ég sé mikið eftir því. Eftir á taldi ég okkur taka ranga ákvörðun en maður þarf að læra að lifa með því. Það var þegar Willum yfirgaf Hlíðarenda. Það var rangt skref af okkar hálfu og ég sé alltaf eftir því,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um brotthvarf Willums Willum tók við Val haustið 2004. Á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn urðu Valsmenn, sem voru þá nýliðar, bikarmeistarar og lentu í 2. sæti Landsbankadeildarinnar. Árið 2007 varð Valur svo Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. En næstu ár voru strembin. „Við vorum á erfiðum tíma sem félag, fótboltalið, þarna. Við höfðum rifið félagið í gang eftir mjög mögur ár þar á undan og vorum farnir að finna bragðið af því að vinna titla og vera á toppnum. Við misstum aðeins fótanna sem var ekkert honum að kenna, ekki frekar en mér, og úr varð að hann lét af störfum,“ sagði Börkur. Willum fór erlendis á þjálfaranámskeið sumarið 2009 og skömmu eftir heimkomuna skildu leiðir hjá honum og Val. „Það var önnur ára yfir félaginu þegar hann kom til baka og úr varð að við ákváðum að semja um starfslok. Eftir á voru það mistök,“ sagði Börkur. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Tengdar fréttir „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Börkur hefur lengi haldið um stjórnartaumana hjá Val og á þeim tíma þurft að taka erfiðar ákvarðanir eins og að skipta um þjálfara. „Þegar þetta hefur gerst hjá okkur, ekki oft sem betur fer, hefur mér liðið illa, andvökunætur og samviskan kvelur mann,“ sagði Börkur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í öðrum þætti Foringjanna. Börkur segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar Willum var sagt upp störfum sumarið 2009. „Það er eitt atriði sem situr alltaf í mér og ég sé mikið eftir því. Eftir á taldi ég okkur taka ranga ákvörðun en maður þarf að læra að lifa með því. Það var þegar Willum yfirgaf Hlíðarenda. Það var rangt skref af okkar hálfu og ég sé alltaf eftir því,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um brotthvarf Willums Willum tók við Val haustið 2004. Á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn urðu Valsmenn, sem voru þá nýliðar, bikarmeistarar og lentu í 2. sæti Landsbankadeildarinnar. Árið 2007 varð Valur svo Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. En næstu ár voru strembin. „Við vorum á erfiðum tíma sem félag, fótboltalið, þarna. Við höfðum rifið félagið í gang eftir mjög mögur ár þar á undan og vorum farnir að finna bragðið af því að vinna titla og vera á toppnum. Við misstum aðeins fótanna sem var ekkert honum að kenna, ekki frekar en mér, og úr varð að hann lét af störfum,“ sagði Börkur. Willum fór erlendis á þjálfaranámskeið sumarið 2009 og skömmu eftir heimkomuna skildu leiðir hjá honum og Val. „Það var önnur ára yfir félaginu þegar hann kom til baka og úr varð að við ákváðum að semja um starfslok. Eftir á voru það mistök,“ sagði Börkur. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Tengdar fréttir „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01
„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30