Tilnefnir Andersson sem næsta forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 13:05 Magdalena Andersson var nýverið kjörin nýr formaður sænskra Jafnaðarmanna. Hún tók við stöðunni af Stefan Löfven. AP Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Magdalenu Andersson, fjármálaráðherra og nýkjörinn formann sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem næsta forsætisráðherra landsins. Þingmenn munu greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudagismorgun og þarf þar meirihluti að umbera Andersson, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögunni, til að hún taki við embættinu af Stefan Löfven og verði þar með 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu. Þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti um þetta á fréttamannafundi í hádeginu, en hann hafði veitt Andersson frest til dagsins í dag til að kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Andersson, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014, greindi Norlén frá því í morgun að ekki hafi náðst samkomulag við formann Vinstriflokksins, en að samtölin hafi verið í „góðum anda“. Hafa flokkarnir helst deilt um lífeyrisgreiðslur sem Vinstriflokkurinn telur vera of lágar. Andersson hefur þó ekki farið fram á lengri frest til viðræðna og því hafi Norlén ákveðið að tilnefna Andersson núna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september 2022 og telur Andersson rétt að halda viðræðum við Vinstriflokkinn áfram fram að atkvæðagreiðslunni á þinginu á miðvikudaginn. Ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja hefur síðan í sumar verið varin vantrausti af Miðflokknum og Vinstriflokknum. Hins vegar þarf ný atkvæðagreiðsla um forsætisráðherra að fara fram þar sem Löfven sagði af sér á dögunum. Þingforseti hefur fjórar tilraunir til að tilnefna forsætisráðherra, en fari svo í atkvæðagreiðslum á þinginu að meirihluti umberi ekki þann sem tilnefndur er þarf að boða til aukakosninga. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári, óháð því hvort komi til aukakosninga. Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10. nóvember 2021 11:58 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þingmenn munu greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudagismorgun og þarf þar meirihluti að umbera Andersson, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögunni, til að hún taki við embættinu af Stefan Löfven og verði þar með 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu. Þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti um þetta á fréttamannafundi í hádeginu, en hann hafði veitt Andersson frest til dagsins í dag til að kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Andersson, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014, greindi Norlén frá því í morgun að ekki hafi náðst samkomulag við formann Vinstriflokksins, en að samtölin hafi verið í „góðum anda“. Hafa flokkarnir helst deilt um lífeyrisgreiðslur sem Vinstriflokkurinn telur vera of lágar. Andersson hefur þó ekki farið fram á lengri frest til viðræðna og því hafi Norlén ákveðið að tilnefna Andersson núna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september 2022 og telur Andersson rétt að halda viðræðum við Vinstriflokkinn áfram fram að atkvæðagreiðslunni á þinginu á miðvikudaginn. Ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja hefur síðan í sumar verið varin vantrausti af Miðflokknum og Vinstriflokknum. Hins vegar þarf ný atkvæðagreiðsla um forsætisráðherra að fara fram þar sem Löfven sagði af sér á dögunum. Þingforseti hefur fjórar tilraunir til að tilnefna forsætisráðherra, en fari svo í atkvæðagreiðslum á þinginu að meirihluti umberi ekki þann sem tilnefndur er þarf að boða til aukakosninga. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári, óháð því hvort komi til aukakosninga.
Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10. nóvember 2021 11:58 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48
Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10. nóvember 2021 11:58
„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42