Garðar lenti í einelti í Búlgaríu: Sitja í klefanum, benda á mann og hlæja Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 09:01 Garðar Gunnlaugsson í leik með Val árið 2019. Lengstan hluta ferilsins lék markahrókurinn þó með ÍA þar sem hann er uppalinn. Garðar hefur síðustu tvö sumur leikið með Kára í 2. deild. vísir/vilhelm Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, greindi frá því í viðtali um helgina að á árum sínum hjá CSKA Sofiu í Búlgaríu hefði hann lent í einelti af hálfu liðsfélaga. Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira