Garðar lenti í einelti í Búlgaríu: Sitja í klefanum, benda á mann og hlæja Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 09:01 Garðar Gunnlaugsson í leik með Val árið 2019. Lengstan hluta ferilsins lék markahrókurinn þó með ÍA þar sem hann er uppalinn. Garðar hefur síðustu tvö sumur leikið með Kára í 2. deild. vísir/vilhelm Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, greindi frá því í viðtali um helgina að á árum sínum hjá CSKA Sofiu í Búlgaríu hefði hann lent í einelti af hálfu liðsfélaga. Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar. Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar.
Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira