Garðar lenti í einelti í Búlgaríu: Sitja í klefanum, benda á mann og hlæja Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 09:01 Garðar Gunnlaugsson í leik með Val árið 2019. Lengstan hluta ferilsins lék markahrókurinn þó með ÍA þar sem hann er uppalinn. Garðar hefur síðustu tvö sumur leikið með Kára í 2. deild. vísir/vilhelm Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, greindi frá því í viðtali um helgina að á árum sínum hjá CSKA Sofiu í Búlgaríu hefði hann lent í einelti af hálfu liðsfélaga. Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Sjá meira
Garðar opnaði sig um þetta í þættinum Kynstrin öll, á RÚV, þar sem hann ræddi við Snærós Sindradóttur meðal annars um „klefakúltúrinn“ í fótboltanum, sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu mánuði, í tengslum við umræðu um kynbundið ofbeldi. Garðar segir að þó að karlaklefarnir séu frábærir á margan hátt, og hafi að sínu viti eflaust bjargað mörgum mannslífum sem öruggur staður fyrir karlmenn til að tala saman, þá skapist þar einnig stundum skaðleg umræða í garð hins kynsins. „Sérstaklega í Austur-Evrópu þá er þetta miklu verra en nokkru sinni hérna heima,“ sagði Garðar. Hann var á mála hjá CSKA Sofiu og bjó ásamt þáverandi konu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, í höfuðborg Búlgaríu frá ágúst 2008 og fram í ársbyrjun 2010. Segir búlgarska karlmenn rosalega gamaldags í hugsun „Ég lenti sjálfur í einelti þar, í klefanum, og hef svo sem ekki opnað mig neitt um það út á við. Búlgarar, sérstaklega karlmenn, eru með rosalega gamaldags hugsun hvað varðar kvenmenn og rasisma. Minnihlutahópar eiga þar mjög erfitt, sérstaklega ef þú ert útlendingur og þeir vita að þú ert að þéna meira en þeir eru að gera. Þá ertu strax tekinn fyrir. Þú talar ekki tungumálið og þeir sitja bara í klefanum, benda á þig, hlæja að þér og segja eitthvað sín á milli. Sem er auðvitað fáránlegt. Fullorðnir karlmenn,“ sagði Garðar. Skemmtilegt spjall fyrir þá sem hafa áhuga.. opnaði mig um hlut sem ég held ég hafi aldrei rætt um áður.. https://t.co/4KPctbYWe3— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 21, 2021 Garðar lék með uppeldisfélagi sínu ÍA og Val hér á landi en einnig sem atvinnumaður í Skotlandi, Svíþjóð, Austurríki, Þýskalandi og Búlgaríu. Síðustu tvö sumur hefur hann leikið með Kára á Akranesi í 2. deild. „Opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur“ Snærós spurði Garðar hvort að eineltið hefði breytt hans sýn á samskipti í íþróttaliðum: „Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég hef alltaf, í öllum þeim liðum og löndum sem ég hef verið í, komist strax inn í fínan félagsskap. Í Búlgaríu reyndar urðum ég og fyrirliðinn, og varafyrirliðinn, bestu vinir en þeir voru eldri karlar og tóku ekkert þátt í þessari umræðu hjá hinum. Þeir voru heldur ekkert að stoppa þá, einmitt kannski af ótta við að verða útskúfað. Þetta opnaði minn hug fyrir því hvernig er að lenda í þessu sjálfur. Ég hafði aldrei lent í þessu sjálfur, hvorki sem krakki né fullorðinn, að vera lagður í einelti. Maður fór þá líka í að skoða sína hegðun. Maður var vissulega krakki en kannski kom maður illa fram við aðra krakka og svo framvegis. Maður á stanslaust að vera að skoða sjálfan sig,“ sagði Garðar.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Sjá meira