Fótbolti

Viking missti af tækifæri til að komast í annað sætið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson Vikingfotball.no

Þrír íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking Stavanger þegar liðið fékk Haugasund í heimsókn. Samúel Kári Friðjónsson hóf leik á miðju Viking og lék allan leikinn, líkt og Patrik.

Veton Berisha kom Viking í forystu eftir klukkutíma leik en nokkrum mínútum síðar jöfnuðu gestirnir metin með marki úr vítaspyrnu og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli.

Viking í 3.sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Bodo/Glimt og tveimur stigum á eftir Molde sem er í 2.sæti.

Á sama tíma lék Ari Leifsson allan leikinn í vörn Stromsgodset sem beið lægri hlut fyrir Mjondalen, 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×