Fótbolti

Yngri bróðir Ísaks á reynslu hjá FCK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Ingi Jóhannesson þykir mikið efni.
Daníel Ingi Jóhannesson þykir mikið efni. ía

Danska stórliðið FC Kaupmannahafnar er með fjóra unga íslenska leikmenn innan sinna raða og er ekki hætt að horfa til Íslands.

Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson er að fara til reynslu hjá FCK en hann er aðeins fjórtán ára. Daníel er yngri bróðir landsliðsmannsins Ísaks Bergmanns sem leikur einmitt með FCK. Þeir eru synir Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA.

Jafnaldri Ísaks af Akranesi, Hákon Arnar Haraldsson, er einnig á mála hjá FCK sem og Andri Fannar Baldursson og Orri Steinn Óskarsson. Þeir þrír fyrstnefndu spila með aðalliðinu og sá síðastnefndi hefur skorað grimmt fyrir yngri lið FCK.

Kaupmannahafnarliðið horfir ekki bara upp á Akranes því á dögunum var Stjörnumaðurinn ungi, Eggert Aron Guðmundsson, á reynslu hjá FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×