Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46
126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21
Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54