Erlent

Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í Þýskalandi hefur víða verið tekin upp svokölluð 2G-regla: Þú færð aðeins inngöngu með því að framvísa vottorði um að þú sért fullbólusettur eða hafir náð þér af Covid-sýkingu.
Í Þýskalandi hefur víða verið tekin upp svokölluð 2G-regla: Þú færð aðeins inngöngu með því að framvísa vottorði um að þú sért fullbólusettur eða hafir náð þér af Covid-sýkingu. epa/Friedemann Vogel

Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins.

Tæplega 300 létu lífið af völdum Covid í Þýskalandi í gær, sem er há tala miðað við að hingað til hefur Þjóðverjum tekist nokkuð vel upp í því að halda dauðsföllum í skefjum. Þau eru til að mynda mun færri í Þýskalandi heldur en í Bretlandi, sem þó er fámennara land. 

Merkel hvetur nú landsmenn sína til að fá örvunarskammt bóluefnis og beinir því til óbólusettra að það sé ekki oft seint að skipta um skoðun í þeim efnum. 

Faraldurinn virðist nú í uppsveiflu í allri álfunni og í mörgum löndum er verið að herða sóttvarnaaðgerðir, líkt og í Austurríki, Belgíu og í Hollandi. 

Svíar hafa ákveðið að taka upp bólusetningarpassa eins og fleiri lönd hafa þegar gert og Tékkar hafa ákveðið að banna óbólusettum að komast inn á fjölmenna viðburði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×