Erlent

Rapparinn Young Dolph skotinn til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Young Dolph gaf út sína fyrstu plötu árið 2016, King of Memphis, en meðal vinsælustu laga hans má nefna Major og On the River.
Young Dolph gaf út sína fyrstu plötu árið 2016, King of Memphis, en meðal vinsælustu laga hans má nefna Major og On the River. Getty

Bandaríski rapparinn Young Dolph er látinn, 36 ára að aldri. Hann var skotinn til bana við verslun í heimaborg sinni Memphis í Tennessee í gær.

Bandarískir fjölmiðlar segja Young Dolph, sem hét Adolph Robert Thornton yngri réttu nafni, hafa farið á bíl sínum í kökuverslun og þegar hann hafi verið að ganga inn í verslunina hafi annar bíll ekið upp að versluninni og maður í bílnum skotið rapparann. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotið er á Young Dolph, en árið 2017 var skotið rúmlega hundrað sinnum í bíl hans. Sama ár var hann svo skotinn í handlegginn og neyddist til að gangast undir aðgerð.

Young Dolph gaf út sína fyrstu plötu árið 2016, King of Memphis, en meðal vinsælustu laga hans má nefna Major og On the River.

Young Dolph var frændi rapparans Juice Wrld sem lést af ofneyslu fíkniefna árið 2019, 21 árs að aldri.

Hann lætur eftir sig tvö börn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.