Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2021 17:05 Hlíf Bente Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og dóttir Sigurjóns, tekur við rekstri safnsins ásamt Birgittu móður sinni. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns. Rekstrarfélagið Gríma ehf. mun annast rekstur og listræn störf á vegum safnsins. Þar með talinn daglegan rekstur svo sem undirbúning og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og eru eftir mörg þekkt útilistaverk og veggskreytingar, þar á meðal lágmyndir á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, Öndvegissúlurnar við Höfða, Íslandsmerkið á Hagatorgi og styttan af séra Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja listamannsins Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. „Það er fagnaðarefni að samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er kominn í höfn,“ segir Birgitta Spur. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur vikum að hún sæi eftir því að hafa gefið safnið til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ sagði Birgitta. En nú virðist lausn á málinu fundin. Heildarfjárhæð samningsins er 97,5 milljónir króna eða 19,5 milljónir króna árlega á samningstímanum sem nær til fimm ára. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar. Myndlist Reykjavík Söfn Menning Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira
Rekstrarfélagið Gríma ehf. mun annast rekstur og listræn störf á vegum safnsins. Þar með talinn daglegan rekstur svo sem undirbúning og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarf, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á samningstímanum. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari var meðal helstu brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og eru eftir mörg þekkt útilistaverk og veggskreytingar, þar á meðal lágmyndir á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, Öndvegissúlurnar við Höfða, Íslandsmerkið á Hagatorgi og styttan af séra Friðriki Friðrikssyni við Lækjargötu. Árið 1984 stofnaði Birgitta Spur, ekkja listamannsins Listasafn Sigurjóns Ólafssonar utan um höfundaverk hans. Safnið var fært íslensku þjóðinni að gjöf árið 2012 og Listasafni Íslands falið að halda utan um það sem eina heild. „Það er fagnaðarefni að samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er kominn í höfn,“ segir Birgitta Spur. Hún sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur vikum að hún sæi eftir því að hafa gefið safnið til íslenska ríkisins. „Ef íslenska ríkið hefur ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu er það siðferðileg skylda ríkisins að skila gjöfinni, mínum eigum og heimili,“ sagði Birgitta. En nú virðist lausn á málinu fundin. Heildarfjárhæð samningsins er 97,5 milljónir króna eða 19,5 milljónir króna árlega á samningstímanum sem nær til fimm ára. Um er að ræða framlag vegna innri rekstrar en Listasafn Íslands leigir fasteignina af Ríkiseignum sem fer með miðlæga umsýslu hennar.
Myndlist Reykjavík Söfn Menning Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Sjá meira