Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:55 Serbar eru á leið á HM eftir dramatískan sigur gegn Portúgal í lokaumferð A-riðils. Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía HM 2022 í Katar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
HM 2022 í Katar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira