Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:55 Serbar eru á leið á HM eftir dramatískan sigur gegn Portúgal í lokaumferð A-riðils. Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira