Innlent

Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Orkuveitusamstæðan stendur ekki fyrir símtölum þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni.
Orkuveitusamstæðan stendur ekki fyrir símtölum þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni. Vísir/Vilhelm

Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja.

Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að símtölin hafi verið til umræðu á samfélagsmiðlum en fólk hafi einnig sett sig í samband við fyrirtækið til þess að spyrjast fyrir um þau.

„Tilgangurinn virðist vera sá einn að gera at í fólki því ekki er beðið um persónuupplýsingar, kortanúmer eða slíkt,“ segir í tilkynningunni en símtöl berast úr símanúmeri sem byrjar á tölustöfunum 877.

Áréttar Orkuveitan að símtölin séu ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×