Enski boltinn

Enn einn Liverpool-maðurinn meiddist í landsleikjahléinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andy Robertson meiddist aftan í læri í leik Skotlands og Danmerkur á Hampden Park í gær.
Andy Robertson meiddist aftan í læri í leik Skotlands og Danmerkur á Hampden Park í gær. getty/Jane Barlow

Liverpool-menn geta eflaust ekki beðið eftir því að þetta síðasta landsleikjahlé ársins klárist en nokkrir leikmenn liðsins hafa meiðst í því.

Jordan Henderson og Sadio Mané höfðu þegar orðið fyrir meiðslum með sínum landsliðum, Englandi og Senegal, og í gær bættist Andy Robertson á þann lista. Hann fór meiddur af velli þegar Skotland vann Danmörku, 2-0, í lokaleik sínum í undankeppni HM 2022.

Robertson virtist meiðast aftan í læri en ekki liggur enn fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal á laugardaginn.

Robertson og félagar urðu í gær fyrsta liðið til að vinna Dani í undankeppni HM. Skotar eru á leið í umspil þar sem þeir geta tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998.

Ef Robertson verður ekki með gegn Arsenal kemur það væntanlega í hlut Grikkjans Kostas Tsimikas að fylla hans skarð. Hann hefur þegar leikið átta leiki á þessu tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.