Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Frá Laugardalshöll í morgun. Í dag voru þau sem eru sextíu ára og eldri eða í áhættuhópnum boðuð í bólusetningu. Til stendur að boða 160 þúsund manns í örvunarskammta fyrir áramót. vísir/Vilhelm Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“