Innlent

Bólu­setningar hefjast aftur í Laugar­dals­höll í dag

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, sextíu ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, sextíu ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Vísir/Vilhelm

Bólusetningarátak hefst í Laugardalshöll í dag og mun fyrsti hluti átaksins standa í fjórar vikur, eða til 8. desember. Bólusett verður frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og á meðan verður ekki bólusett á Suðurlandsbraut.

Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað verði á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Notað verður mRNA bóluefnið Pfizer.

Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að fólk sé vinsamlegast beðið um að bíða eftir boði til að tryggja að allt gangi vel á bólusetningastað og ekki myndist langar raðir.

„Sérstakur dagur verður fyrir þau sem þurfa bólusetningu út í bíl, dagsetning verður kynnt síðar.

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur af bóluefni gegn COVID-19. Allir fá boð en einstaklingar mega koma í Laugardalshöll ef það eru liðnir um það bil sex mánuðir frá seinni skammti grunnbólusetningar. Þá er minnt á að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19,“ segir á vef heilsugæslunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×