Ellefu ára stelpa þarf ekki að borga 452 þúsund krónur fyrir treyju Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:30 Cristiano Ronaldo lætur Addison Whelan frá treyjuna sína eftir leikinn í Dublin á dögunum. AP/Peter Morrison Unga írska stelpan sem hljóp inn á völlinn og til Cristiano Ronaldo þarf ekki að greiða sektina sem hún átti að fá. Hin ellefu ára gamla Addison Whelan komst framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn í leikslok þegar Írland og Portúgal gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM fyrir helgi en leikurinn fór fram í Dublin. Ronaldo tók vel á móti stelpunni sem er mikill aðdáandi hans. Hann gaf sér smá tíma með henni og sagði öryggisvörðunum að bíða. Ronaldo endaði síðan á því að gefa henni keppnistreyju sína í leiknum. This state. Give me patience.Girl who ran on pitch and got Cristiano Ronaldo's jersey fined 3,000 https://t.co/yxfNdVurrp— Enda Fanning (@EFFanning) November 12, 2021 Það voru örugglega nokkrir írskir landsliðsmenn ósáttir með það að fá ekki að skipta um treyju við Ronaldo. Addison fékk nokkra fjölmiðlaathygli eftir leikinn og þegar hún frétti það að hún ætti að þrjú þúsund evru sekt fyrir uppátækið þá sagði hún engar áhyggjur hafa af því. „Ég fékk sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn. Pabbi ætlar að borga hana,“ sagði Addison Whelan í viðtali við írsku útvarpsstöðina FM104. Hvort sem að þetta væri afmælis-, jóla eða fermingargjöf þremur árum of snemma þá er 452 þúsund króna treyja aðeins of vel útlátin gjöf. Love this story "Dublin girl who stormed pitch explains how she to got past security to Ronaldo"https://t.co/n1JOH4NXq7— Chris Andrews TD (@chrisandrews64) November 12, 2021 Um helgina fréttist hins vegar að írska knattspyrnusambandið ætlaði ekki að láta stelpuna borga þessa sekt eftir allt saman. ESPN segir frá. „Írska knattspyrnusambandið getur staðfest það að ungi aðdáandinn Addison Whelan mun ekki fá sekt fyrir að hlaupa til Cristiano Ronaldo,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu. „Við viljum fullvissa Addison um það að auðvitað fær hún ekki neina sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og biðja um treyju Ronaldo,“ sagði talsmaður írska sambandsins Cathal Dervan. What a lovely moment for the young girl #Ronaldo pic.twitter.com/LWSkDi9wLD— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 12, 2021 Addison Whelan sagði sjálf frá atburðarásinni í viðtölum. „Ég hoppaði yfir tálmann af því ég var í annarri röð. Svo hljóp ég inn á völlinn en það voru öryggisverðir á eftir mér. Ég hélt áfram að hlaupa. Ég reyndi að komast að miðlínunni en þeir náðu mér. Þá öskraði ég nafnið hans Ronaldo. Hann snéri sér við, sá mig og sagði þeim að leyfa mér að koma,“ sagði Addison. „Ég kallaði á hann og hann kom til mín. Ég var í sjokki og var grátandi. Ég spurði hann: Má ég fá treyjuna þína? Gerðu það, ég er mikill aðdáandi, risa aðdáandi. Hann sagði: Er allt í lagi?“ sagði Addison. Addison þykir efnileg íþróttakona og hver veit nema að við eigum eftir að heyra meira um hana í framtíðinni. A moment of class! Addison Whelan fights out of Kellie Harrington's gym and plays for Shels. A legend in the making! https://t.co/BnXRo6NKCb— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2021 HM 2022 í Katar Írland Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Addison Whelan komst framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn í leikslok þegar Írland og Portúgal gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM fyrir helgi en leikurinn fór fram í Dublin. Ronaldo tók vel á móti stelpunni sem er mikill aðdáandi hans. Hann gaf sér smá tíma með henni og sagði öryggisvörðunum að bíða. Ronaldo endaði síðan á því að gefa henni keppnistreyju sína í leiknum. This state. Give me patience.Girl who ran on pitch and got Cristiano Ronaldo's jersey fined 3,000 https://t.co/yxfNdVurrp— Enda Fanning (@EFFanning) November 12, 2021 Það voru örugglega nokkrir írskir landsliðsmenn ósáttir með það að fá ekki að skipta um treyju við Ronaldo. Addison fékk nokkra fjölmiðlaathygli eftir leikinn og þegar hún frétti það að hún ætti að þrjú þúsund evru sekt fyrir uppátækið þá sagði hún engar áhyggjur hafa af því. „Ég fékk sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn. Pabbi ætlar að borga hana,“ sagði Addison Whelan í viðtali við írsku útvarpsstöðina FM104. Hvort sem að þetta væri afmælis-, jóla eða fermingargjöf þremur árum of snemma þá er 452 þúsund króna treyja aðeins of vel útlátin gjöf. Love this story "Dublin girl who stormed pitch explains how she to got past security to Ronaldo"https://t.co/n1JOH4NXq7— Chris Andrews TD (@chrisandrews64) November 12, 2021 Um helgina fréttist hins vegar að írska knattspyrnusambandið ætlaði ekki að láta stelpuna borga þessa sekt eftir allt saman. ESPN segir frá. „Írska knattspyrnusambandið getur staðfest það að ungi aðdáandinn Addison Whelan mun ekki fá sekt fyrir að hlaupa til Cristiano Ronaldo,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu. „Við viljum fullvissa Addison um það að auðvitað fær hún ekki neina sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og biðja um treyju Ronaldo,“ sagði talsmaður írska sambandsins Cathal Dervan. What a lovely moment for the young girl #Ronaldo pic.twitter.com/LWSkDi9wLD— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 12, 2021 Addison Whelan sagði sjálf frá atburðarásinni í viðtölum. „Ég hoppaði yfir tálmann af því ég var í annarri röð. Svo hljóp ég inn á völlinn en það voru öryggisverðir á eftir mér. Ég hélt áfram að hlaupa. Ég reyndi að komast að miðlínunni en þeir náðu mér. Þá öskraði ég nafnið hans Ronaldo. Hann snéri sér við, sá mig og sagði þeim að leyfa mér að koma,“ sagði Addison. „Ég kallaði á hann og hann kom til mín. Ég var í sjokki og var grátandi. Ég spurði hann: Má ég fá treyjuna þína? Gerðu það, ég er mikill aðdáandi, risa aðdáandi. Hann sagði: Er allt í lagi?“ sagði Addison. Addison þykir efnileg íþróttakona og hver veit nema að við eigum eftir að heyra meira um hana í framtíðinni. A moment of class! Addison Whelan fights out of Kellie Harrington's gym and plays for Shels. A legend in the making! https://t.co/BnXRo6NKCb— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2021
HM 2022 í Katar Írland Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira