Ellefu ára stelpa þarf ekki að borga 452 þúsund krónur fyrir treyju Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:30 Cristiano Ronaldo lætur Addison Whelan frá treyjuna sína eftir leikinn í Dublin á dögunum. AP/Peter Morrison Unga írska stelpan sem hljóp inn á völlinn og til Cristiano Ronaldo þarf ekki að greiða sektina sem hún átti að fá. Hin ellefu ára gamla Addison Whelan komst framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn í leikslok þegar Írland og Portúgal gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM fyrir helgi en leikurinn fór fram í Dublin. Ronaldo tók vel á móti stelpunni sem er mikill aðdáandi hans. Hann gaf sér smá tíma með henni og sagði öryggisvörðunum að bíða. Ronaldo endaði síðan á því að gefa henni keppnistreyju sína í leiknum. This state. Give me patience.Girl who ran on pitch and got Cristiano Ronaldo's jersey fined 3,000 https://t.co/yxfNdVurrp— Enda Fanning (@EFFanning) November 12, 2021 Það voru örugglega nokkrir írskir landsliðsmenn ósáttir með það að fá ekki að skipta um treyju við Ronaldo. Addison fékk nokkra fjölmiðlaathygli eftir leikinn og þegar hún frétti það að hún ætti að þrjú þúsund evru sekt fyrir uppátækið þá sagði hún engar áhyggjur hafa af því. „Ég fékk sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn. Pabbi ætlar að borga hana,“ sagði Addison Whelan í viðtali við írsku útvarpsstöðina FM104. Hvort sem að þetta væri afmælis-, jóla eða fermingargjöf þremur árum of snemma þá er 452 þúsund króna treyja aðeins of vel útlátin gjöf. Love this story "Dublin girl who stormed pitch explains how she to got past security to Ronaldo"https://t.co/n1JOH4NXq7— Chris Andrews TD (@chrisandrews64) November 12, 2021 Um helgina fréttist hins vegar að írska knattspyrnusambandið ætlaði ekki að láta stelpuna borga þessa sekt eftir allt saman. ESPN segir frá. „Írska knattspyrnusambandið getur staðfest það að ungi aðdáandinn Addison Whelan mun ekki fá sekt fyrir að hlaupa til Cristiano Ronaldo,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu. „Við viljum fullvissa Addison um það að auðvitað fær hún ekki neina sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og biðja um treyju Ronaldo,“ sagði talsmaður írska sambandsins Cathal Dervan. What a lovely moment for the young girl #Ronaldo pic.twitter.com/LWSkDi9wLD— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 12, 2021 Addison Whelan sagði sjálf frá atburðarásinni í viðtölum. „Ég hoppaði yfir tálmann af því ég var í annarri röð. Svo hljóp ég inn á völlinn en það voru öryggisverðir á eftir mér. Ég hélt áfram að hlaupa. Ég reyndi að komast að miðlínunni en þeir náðu mér. Þá öskraði ég nafnið hans Ronaldo. Hann snéri sér við, sá mig og sagði þeim að leyfa mér að koma,“ sagði Addison. „Ég kallaði á hann og hann kom til mín. Ég var í sjokki og var grátandi. Ég spurði hann: Má ég fá treyjuna þína? Gerðu það, ég er mikill aðdáandi, risa aðdáandi. Hann sagði: Er allt í lagi?“ sagði Addison. Addison þykir efnileg íþróttakona og hver veit nema að við eigum eftir að heyra meira um hana í framtíðinni. A moment of class! Addison Whelan fights out of Kellie Harrington's gym and plays for Shels. A legend in the making! https://t.co/BnXRo6NKCb— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2021 HM 2022 í Katar Írland Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Addison Whelan komst framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn í leikslok þegar Írland og Portúgal gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM fyrir helgi en leikurinn fór fram í Dublin. Ronaldo tók vel á móti stelpunni sem er mikill aðdáandi hans. Hann gaf sér smá tíma með henni og sagði öryggisvörðunum að bíða. Ronaldo endaði síðan á því að gefa henni keppnistreyju sína í leiknum. This state. Give me patience.Girl who ran on pitch and got Cristiano Ronaldo's jersey fined 3,000 https://t.co/yxfNdVurrp— Enda Fanning (@EFFanning) November 12, 2021 Það voru örugglega nokkrir írskir landsliðsmenn ósáttir með það að fá ekki að skipta um treyju við Ronaldo. Addison fékk nokkra fjölmiðlaathygli eftir leikinn og þegar hún frétti það að hún ætti að þrjú þúsund evru sekt fyrir uppátækið þá sagði hún engar áhyggjur hafa af því. „Ég fékk sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn. Pabbi ætlar að borga hana,“ sagði Addison Whelan í viðtali við írsku útvarpsstöðina FM104. Hvort sem að þetta væri afmælis-, jóla eða fermingargjöf þremur árum of snemma þá er 452 þúsund króna treyja aðeins of vel útlátin gjöf. Love this story "Dublin girl who stormed pitch explains how she to got past security to Ronaldo"https://t.co/n1JOH4NXq7— Chris Andrews TD (@chrisandrews64) November 12, 2021 Um helgina fréttist hins vegar að írska knattspyrnusambandið ætlaði ekki að láta stelpuna borga þessa sekt eftir allt saman. ESPN segir frá. „Írska knattspyrnusambandið getur staðfest það að ungi aðdáandinn Addison Whelan mun ekki fá sekt fyrir að hlaupa til Cristiano Ronaldo,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu. „Við viljum fullvissa Addison um það að auðvitað fær hún ekki neina sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og biðja um treyju Ronaldo,“ sagði talsmaður írska sambandsins Cathal Dervan. What a lovely moment for the young girl #Ronaldo pic.twitter.com/LWSkDi9wLD— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 12, 2021 Addison Whelan sagði sjálf frá atburðarásinni í viðtölum. „Ég hoppaði yfir tálmann af því ég var í annarri röð. Svo hljóp ég inn á völlinn en það voru öryggisverðir á eftir mér. Ég hélt áfram að hlaupa. Ég reyndi að komast að miðlínunni en þeir náðu mér. Þá öskraði ég nafnið hans Ronaldo. Hann snéri sér við, sá mig og sagði þeim að leyfa mér að koma,“ sagði Addison. „Ég kallaði á hann og hann kom til mín. Ég var í sjokki og var grátandi. Ég spurði hann: Má ég fá treyjuna þína? Gerðu það, ég er mikill aðdáandi, risa aðdáandi. Hann sagði: Er allt í lagi?“ sagði Addison. Addison þykir efnileg íþróttakona og hver veit nema að við eigum eftir að heyra meira um hana í framtíðinni. A moment of class! Addison Whelan fights out of Kellie Harrington's gym and plays for Shels. A legend in the making! https://t.co/BnXRo6NKCb— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2021
HM 2022 í Katar Írland Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira