Mikil dramatík er Morata og Mitrović skutu Spáni og Serbíu á HM í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:10 Það ætlaði allt að sjóða upp úr er Aleksandar Mitrović skaut Serbíu á HM í Katar. Carlos Rodrigues/Getty Images Spánn og Serbía tryggðu sér farseðilinn til Katar í kvöld með dramatískum sigrum. Spánn vann 1-0 sigur á Svíþjóð og Serbía kom til baka gegn Portúgal. Varamaðurinn Álvaro Morata tryggði Spáni 1-0 sigur á Svíþjóð er liðin mættust í uppgjöri toppliða B-riðils. Markið kom fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og toppsætið þar með tryggt. Super sub Morata His late winner sends Spain to the World Cup #WCQ pic.twitter.com/jK6MvbURc0— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Spánverjar unnu á endanum riðilinn með fjögurra stiga mun og eru verðskuldaðir sigurvegarar B-riðils. Svíþjóð endar í öðru sæti og fer því í umspil um sæti á HM. Í hinum leik riðilsins gerðu Kósovó og Grikkland 1-1 jafntefli. Í Portúgal var Serbía í heimsókn, einnig var um að ræða uppgjör toppliða. Renato Sanches kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins. Dušan Tadić jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar leið á síðari hálfleik virtist sem mörkin yrðu ekki fleiri og heimamenn farnir að skipuleggja fagnaðarhöldin. Aleksandar Mitrović er þekktur fyrir að skemma góð veisluhöld og hann tók því upp á að skora sigurmark er venjulegur leiktími var að renna út. LATE DRAMA The moment Mitrovi scored the winning goal for Serbia...#WCQ pic.twitter.com/GCet5lTAom— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Serbía stal þar með efsta sæti A-riðils og skilur Portúgal eftir í öðru sætinu með sárt ennið. Í hinum leik riðilsins vann Írland 3-0 sigur á Lúxemborg. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Varamaðurinn Álvaro Morata tryggði Spáni 1-0 sigur á Svíþjóð er liðin mættust í uppgjöri toppliða B-riðils. Markið kom fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og toppsætið þar með tryggt. Super sub Morata His late winner sends Spain to the World Cup #WCQ pic.twitter.com/jK6MvbURc0— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Spánverjar unnu á endanum riðilinn með fjögurra stiga mun og eru verðskuldaðir sigurvegarar B-riðils. Svíþjóð endar í öðru sæti og fer því í umspil um sæti á HM. Í hinum leik riðilsins gerðu Kósovó og Grikkland 1-1 jafntefli. Í Portúgal var Serbía í heimsókn, einnig var um að ræða uppgjör toppliða. Renato Sanches kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins. Dušan Tadić jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik og staðan 1-1 í hálfleik. Þegar leið á síðari hálfleik virtist sem mörkin yrðu ekki fleiri og heimamenn farnir að skipuleggja fagnaðarhöldin. Aleksandar Mitrović er þekktur fyrir að skemma góð veisluhöld og hann tók því upp á að skora sigurmark er venjulegur leiktími var að renna út. LATE DRAMA The moment Mitrovi scored the winning goal for Serbia...#WCQ pic.twitter.com/GCet5lTAom— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Serbía stal þar með efsta sæti A-riðils og skilur Portúgal eftir í öðru sætinu með sárt ennið. Í hinum leik riðilsins vann Írland 3-0 sigur á Lúxemborg.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira