Undankeppni HM: Frakkar komnir áfram | Holland opnaði dyrnar fyrir Noreg og Tyrkland Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. nóvember 2021 22:00 Kylian Mbappé skoraði fjögur í kvöld EPA-EFE/IAN LANGSDON Fjórum leikjum í evrópuhluta undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Katar á næsta ári lauk í kvöld. Í París kjöldrógu heimamenn Kasakstan og unnu 8-0 í leik þar sem Kylian Mbappé fór á kostum. Frakkland átti í engum vandræðum með að vinna Kasakstan og tryggja sig áfram í D-riðli undankeppninnar. Kylian Mbappé var í miklu stuði og var búinn að skora þrjú mörk í eftir einungis 32 mínútur. 3-0 í hálfleik og leikurinn í rauninni búinn. Hinn sjóðheiti Karim Benzema skoraði næstu tvö mörk áður en Adrien Rabiot kom Frökkum í 6-0. Antoine Griezmann skoraði svo úr víti áður en Mbappé skoraði lokamarkið. 8-0 niðurstaðan og Frakkar komnir áfram. Wales vann 5-1 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli í E-riðli og kom sér í lykilstöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. Aaron Ramsey og Neco Williams komu Wales yfir í fyrri hálfleik og Ramsey skoraði aftur snemma í þeim síðari. Artem Kontsevoj minnkaði muninn fyrir Hvíta Rússland áður en Ben Davies og Connor Roberts skelltu hurðina á allar endurkomuhugmyndir. Wales er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. SGÔR TERFYNOL 5-1 A five star display from Cymru!#WALBLR | #TogetherStronger pic.twitter.com/s2J0FebZos— Wales (@Cymru) November 13, 2021 Í sama riðli vann topplið Belgíu 3-1 heimasigur á Eistum. Belgía hefur leitt riðilinn frá upphafi og eru komnir áfram á heimsmeistaramótið. Það var Christian Benteke sem kom Belgum yfir áður en Yannick Carrasco skoraði og Belgía komin í 2-0. Eric Sorga minnkaði muninn fyrir gestina úr Eystrasaltinu en Thorgan Hazard skoraði svo lokamark leiksins. 3-1 fyrir Belgíu. Hollendingar settu óþarfa pressu á sig með því að tapa niður unnum leik í Svartfjallalandi. Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og allt í túlípanablóma hjá þeim appelsínugulu. En það reyndist ekki raunin. Ilija Vukotic skoraði á 82. mínútu og svo skoraði Nikola Vujnovic á 86. mínútu. Úrslitin 2-2 og það þýðir að Norðmenn geta skotist upp fyrir Hollendinga með sigri í síðasta leik riðilsins. HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Frakkland átti í engum vandræðum með að vinna Kasakstan og tryggja sig áfram í D-riðli undankeppninnar. Kylian Mbappé var í miklu stuði og var búinn að skora þrjú mörk í eftir einungis 32 mínútur. 3-0 í hálfleik og leikurinn í rauninni búinn. Hinn sjóðheiti Karim Benzema skoraði næstu tvö mörk áður en Adrien Rabiot kom Frökkum í 6-0. Antoine Griezmann skoraði svo úr víti áður en Mbappé skoraði lokamarkið. 8-0 niðurstaðan og Frakkar komnir áfram. Wales vann 5-1 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli í E-riðli og kom sér í lykilstöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. Aaron Ramsey og Neco Williams komu Wales yfir í fyrri hálfleik og Ramsey skoraði aftur snemma í þeim síðari. Artem Kontsevoj minnkaði muninn fyrir Hvíta Rússland áður en Ben Davies og Connor Roberts skelltu hurðina á allar endurkomuhugmyndir. Wales er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. SGÔR TERFYNOL 5-1 A five star display from Cymru!#WALBLR | #TogetherStronger pic.twitter.com/s2J0FebZos— Wales (@Cymru) November 13, 2021 Í sama riðli vann topplið Belgíu 3-1 heimasigur á Eistum. Belgía hefur leitt riðilinn frá upphafi og eru komnir áfram á heimsmeistaramótið. Það var Christian Benteke sem kom Belgum yfir áður en Yannick Carrasco skoraði og Belgía komin í 2-0. Eric Sorga minnkaði muninn fyrir gestina úr Eystrasaltinu en Thorgan Hazard skoraði svo lokamark leiksins. 3-1 fyrir Belgíu. Hollendingar settu óþarfa pressu á sig með því að tapa niður unnum leik í Svartfjallalandi. Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og allt í túlípanablóma hjá þeim appelsínugulu. En það reyndist ekki raunin. Ilija Vukotic skoraði á 82. mínútu og svo skoraði Nikola Vujnovic á 86. mínútu. Úrslitin 2-2 og það þýðir að Norðmenn geta skotist upp fyrir Hollendinga með sigri í síðasta leik riðilsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira