Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Stokkhólmi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla rannsakar nú málið.
Lögregla rannsakar nú málið. EPA/Montgomery

Einn er látinn og annar særður eftir skotárás í Stokkhólmi í Svíþjóð. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Mennirnir voru bræður en skotið var á bíl þeirra er þeir voru staddir í Kälvesta, úthverfi í Hässelby-Vällingby í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Lögreglan fékk fjölmargar tilkynningar um skothvelli. Þegar hún mætti á vettvang fann hún bræðurna í blóði sínu.

Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús en annar lést af sárum sínum skömmu síðar. Sá látni var á þrítugsaldri en sá slasaði er talinn vera yngri. Hann er alvarlega slasaður, að sögn Expressen.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.