Pólverjar halda í vonina eftir sigur gegn tíu leikmönnum Andorra | Allt jafnt í C-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:16 Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Pólverja í kvöld. PressFocus/MB Media/Getty Images Öllum átta leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar er nú lokið. Ítalía og Sviss gerðu 1-1 jafntefli í C-riðli og eru liðin enn jöfn á toppnum og Pólverjar unnu 4-1 sigur gegn Andorra í I-riðli. Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik. Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina. #WCQ 🌍⏱️ FT - Level on the day, level on points. It all comes down to the final matchday...#ITASUI 1️⃣-1️⃣#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/AiASARZYCW— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) November 12, 2021 Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald. Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik. Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma. Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum. Andorra situr í fimmta sæti með sex stig. Úrslit dagsins C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik. Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina. #WCQ 🌍⏱️ FT - Level on the day, level on points. It all comes down to the final matchday...#ITASUI 1️⃣-1️⃣#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/AiASARZYCW— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) November 12, 2021 Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald. Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik. Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma. Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum. Andorra situr í fimmta sæti með sex stig. Úrslit dagsins C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó
C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó
HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira