Lífið

Tóku upp 15 mínútna kvikmyndaverk við lag Markétu Irglová

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá tökum á kvikmyndaverkinu Among the Living..
Frá tökum á kvikmyndaverkinu Among the Living.. Aðsent

Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason leikstýrðu saman kvikmyndaverki við lag Markétu Irglová, Among the Living. Myndin var meðal annars tekin upp inni í Hallgrímskirkju. 

„Among the Living er íburðarmikið og langt, heilar 15 mínútur með Siggi String Quartet sér til fulltingis. Among the Living er því nær því að vera stuttmynd en tónlistarmyndband. Markéta fékk til liðs við sig Anni Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason, en þau höfðu vakið athygli fyrir samvinnu sína í Þriðja Pólnum (2020) og Apausalypse (2021),“ segir í tilkynningu um verkefnið.

Listakonan Markéta Irglová er farin að setja mark sitt á tónlistarlífið hérlendis. Hún fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta lag í í kvikmynd árið 2007, fyrir lagið Falling Slowly ásamt Glen Hansard. Hún hefur nýverið gefið út þríleik af lögum, Quintessence, Among the Living og Mother, og er nú að vinna að þriðju hljóðvers plötu sinni sem gefin verður út 2022.Stilla

Lifandi eða dánir? 

„Það er undir áhorfandanum komið hvort dansararnir tákni hina lifandi eða hina dánu. Því þetta ferðalag að sátt og samþykki gerist samtímis í heimi hinna lifenda og hinna dánu, þar sem við erum sálir í þessum heimi en ekki af þessum heimi,“ segir Marketa um lagið.

Markéta hafði augastað á tveimur dönsurum, Ale Jara er Gaga dansari frá Paraguay og Yannier Oviedo sem er klassískur balletdansari frá Kúbu, búsettur á Íslandi. Anni hafði lengi langað til að vinna með Klavs Liepins sem er hreyfilistamaður frá Lettlandi. Þessir þrír dansarar undirbjuggu í sitthvoru lagi viðbrögð sín við laginu áður en þeir hittust og báru saman hreyfingar sínar.

Stilla úr kvikmyndaverkinu Among the Living.

„Dansararnir eru allir ólíkir, frá ólíkum löndum og nálgast dans frá ólíkum bakgrunni en eiga þó margt sameiginlegt. Þeir túlka trú, söknuð og þjáningu, feta hin ólíku og ólínulegu skref sorgar og þjáningar en í verkinu er von.“

Kvikmyndaverkið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Kvikmyndaverki við lag Markétu Irglová, - Among the Living

Samið til þeirra sem hafa upplifað þjáningar

Markéta fékk Anton Smára Gunnarsson til að sjá um kvikmyndatöku eftir að hafa unnið saman í myndbandinu fyrir The Leading Bird, sem kom út árið 2013 á plötu hennar MUNA. 

„Anní Ólafsdóttir leikstjóri hefur getið sér gott orð fyrir sterkt myndrænt auga og næmni í myndmáli. Hún hefur löngum verið hugfangin af hugtakinu Tarantism sem skilgreinist sem:  „Óstjórnleg löngun til að dansa frá sér þunglyndi.“ Markéta samdi lag sitt sérstakega til þeirra sem hafa upplifað þjáningar, einmanaleika og missi í faraldri síðustu ára.“ 

Stilla úr kvikmyndaverkinu Among the Living.

Hver og einn getur túlkað ferðalagið

Lagið fjallar um sorgarferlið að missa ástvin. 

„Við upplifum öll vantrú, afneitun, sektarkennd, reiði, þunglyndi og að lokum samþykki. Von Markétu er að verkið hjálpi áhorfanda að finna huggun og upplifa að jafnvel þegar okkur finnst við vera ein, erum við aldrei ein því það er margt sem augað sér ekki og hugurinn getur ekki greint. Að dauðinn er ekki endalok, og tengdar sálir sameinast aftur áður en langt um líður. Þá er auðveldara að leyfa sér að njóta hvers dags því enginn veit hversu langan tíma við höfum á þessari jörð.“

Frá tökum.

Among the Living er ferðalag um litróf tilfinninga, ást, sorg, einmanaleika, missi og söknuðar, hver og einn getur túlkað ferðalagið fyrir sig og texti Marketu markar auðvitað veginn líka. 

„Hér eru dansarnir að hjálpa áhorfandanum að tengjast sinni eigin túlkun eða upplifunum af svipuðum aðstæðum í sínu eigin lífi. Eins og dansari snýst heldur heimurinn og lífið áfram. Gegnum lagið og tarantismann, óstjórnlega þörf til að dansa frá sér þunglyndi, vonast leikstjórar til þess að hafa búið til verk um fegurð og von á erfiðum tímum.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.