Tónlist

Óskarsverðlaunahafi hitar upp

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Damien Rice kemur fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í kvöld og í Gamla bíói þann 25. maí.
Damien Rice kemur fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í kvöld og í Gamla bíói þann 25. maí. Nordicphotos/Getty
Óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová hitar upp á tónleikum Damien Rice í kvöld. Þessi 27 ára gamla tékkneska tónlistar- og leikkona vann Óskarsverðlaunin árið 2008 í flokknum lag ársins, fyrir lagið Falling slowly í kvikmyndinni Once.

Nýjustu plötur Damien Rice og Irglová voru báðar að mestu hljóðritaðar á Íslandi.

„Hann hefur verið að taka fjögur til sex lög af nýju plötunni á tónleikum. Annars er hann aldrei með neinn ákveðinn lagalista fyrir tónleika. Hann sér bara hvernig stemningin er og þess vegna eru lagalistarnir aldrei eins,“ segir Kári Sturluson, samstarfsmaður Damiens Rice, spurður út efni tónleikana.

Rice verður á miklu flakki við að kynna nýju plötuna sína, My Favourite Faded Fantasy. Hann kemur fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu í kvöld og í Gamla bíói þann 25. maí, örfáir miðar eru til á tónleikana í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.