Brasilía gulltryggði farseðil sinn með 1-0 sigri á Kólumbíu í Sao Paulo. Suður-Ameríkuþjóðirnar keppa í riðli þar sem allir spila við alla heima og að heiman. Fjórar þjóðir fara beint á HM og fimmta sætið gefur sæti í umspili.
Brazil are officially qualified to the World Cup 2022 in Qatar. Incredible work by Tite as they re undefeated in qualifiers. #Qatar2022 #Brazil pic.twitter.com/l671p4EUJN
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 12, 2021
Lucas Paqueta, leikmaður Lyon í Frakklandi, skoraði eina mark leiksins en hann kom boltanum framhjá David Ospina, markverði Kólumbíu, á 72. mínútu leiksins.
Brasilíumenn voru að tryggja sér sæti á 22. heimsmeistaramótinu í röð en þeir hafa fimm sinnum orðið heimsmeistarar.
Paqueta er 24 ára gamall og kom til Lyon frá AC Milan árið 2020. Hann hefur spilað í Evrópu frá árinu 2018 en er kominn með 6 mörk í 27 landsleikjum.
Brazil booking their ticket to Qatar 2022 headlined matchday 13 in @CONMEBOL's latest #WorldCup qualifiers
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 12, 2021
Ecuador 1-0 Venezuela
Paraguay 0-1 Chile
Brazil 1-0 Colombia
Peru 3-0 Bolivia pic.twitter.com/ajmKy6JgsU
Brasilíska landsliðið hefur þar með unnið ellefu heimaleiki í röð í undankeppninni. Þetta var líka tíundi heimaleikurinn sem Brassar halda marki sínu hreinu.
Alisson Becker, markvörður Liverpool, var í marki Brasilíu í þessum leik í nótt.
Fjórar þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM. Auk gestgjafanna frá Katar og Brasilíu þá eru Þjóðverjar og Danir einnig öruggir inn á HM 2022.