Risasigur Þjóðverja í riðli Íslands | Króatar skoruðu sjö Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 21:41 Thomas Müller skoraði tvö af níu mörkum Þjóðverja í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Auk leik Íslands fóru fimm aðrir leikir fram á sama tíma í undankeppni HMM 2022 sem fram fer í Katar. Þjóðverjar unnu 9-0 stórsigur gegn tíu mönnum Liechtenstein í J-riðli Íslands og Króatar unnu 7-1 útisigur gegn Möltu. Útlitið varð svart fyrir Liechtenstein strax á níundu mínútu gegn Þjóðverjum þegar Jens Hofer fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir ljótt brot á Leon Goretzka. Brotið var reyndar svo ljótt að Hofer fékk að líta beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að spila seinustu 80 mínúturnar manni færri. Ilkay Gundogan fór á punktinn fyrir Þjóðverja og kom heimamönnum í 1-0. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0 eftir að Daniel Kaufmann varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net, og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Leroy Sane og Marco Reus. Þannig var staðan í hálfleik, en Leroy Sane bætti við sínu öðru marki á 49. mínútu, áður en Thomas Müller kom Þjóðverjum í 6-0 rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Ridle Baku skoraði sjöunda mark Þjóðverja á 80. mínútu og Thomas Müller var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 8-0. Maximilian Goppel gulltryggði svo endanlega 9-0 stórsigur Þjóðverja þegar hann setti boltann í eigið net á 89. mínútu. Á sama tíma unnu Króatar öruggan 7-1 útisigur gegn Möltu, en gestirnir skoruðu öll mörk leiksins. Ivan Perisic og Duje Caleta-Car komu Króötum í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, áður en Marcelo Brozovic minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að setja boltann í eigið net á 32. mínútu. Mario Pasalic og Luka Modric sáu þó til þess að staðan gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn með því að koma Króötum í 4-1. Tvö mörk frá Lovro Majer og eitt frá Andrej Kramaric gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik og Króatar fögnuðu því ansi sannfærandi 7-1 sigri. Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Útlitið varð svart fyrir Liechtenstein strax á níundu mínútu gegn Þjóðverjum þegar Jens Hofer fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir ljótt brot á Leon Goretzka. Brotið var reyndar svo ljótt að Hofer fékk að líta beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að spila seinustu 80 mínúturnar manni færri. Ilkay Gundogan fór á punktinn fyrir Þjóðverja og kom heimamönnum í 1-0. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0 eftir að Daniel Kaufmann varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net, og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Leroy Sane og Marco Reus. Þannig var staðan í hálfleik, en Leroy Sane bætti við sínu öðru marki á 49. mínútu, áður en Thomas Müller kom Þjóðverjum í 6-0 rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Ridle Baku skoraði sjöunda mark Þjóðverja á 80. mínútu og Thomas Müller var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 8-0. Maximilian Goppel gulltryggði svo endanlega 9-0 stórsigur Þjóðverja þegar hann setti boltann í eigið net á 89. mínútu. Á sama tíma unnu Króatar öruggan 7-1 útisigur gegn Möltu, en gestirnir skoruðu öll mörk leiksins. Ivan Perisic og Duje Caleta-Car komu Króötum í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, áður en Marcelo Brozovic minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að setja boltann í eigið net á 32. mínútu. Mario Pasalic og Luka Modric sáu þó til þess að staðan gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn með því að koma Króötum í 4-1. Tvö mörk frá Lovro Majer og eitt frá Andrej Kramaric gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik og Króatar fögnuðu því ansi sannfærandi 7-1 sigri. Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland
Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira