Útskýrði af hverju fimmtán ára barn gæti mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 14:02 Enes Sali á æfingu rúmenska landsliðsins í vikunni. Hann er aðeins 15 ára gamall. mynd/frf.ro Hinn 15 ára gamli Enes Sali gæti skráð sig í sögubækurnar í kvöld komi hann við sögu með Rúmeníu gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. Ísland er vissulega með mun yngri landsliðshóp en síðustu ár en yngsti maður hópsins, Ísak Bergmann Jóhannesson, er samt sem áður þremur árum eldri en Sali. Sali, sem verður 16 ára í febrúar, gæti slegið met sem Norðmaðurinn Martin Ödegaard tók af Sigurði Jónssyni, sem yngsti landsliðsmaðurinn í Evrópu til að spila í undankeppni stórmóts. Ödegaard var 15 ára og 300 daga þegar hann mætti Búlgaríu árið 2014 en Sigurður var 16 ára og 251 dags þegar hann lék gegn Möltu árið 1983. Sali er leikmaður Farul, félags sem er í eigu og þjálfað af rúmensku goðsögninni Gheorghe Hagi, og hefur þegar leikið átta leiki og skorað eitt mark í rúmensku úrvalsdeildinni. Hann er yngsti leikmaður sögunnar til að skora í deildinni. Gæti einnig valið Kanada eða Tyrkland Helsta ástæðan fyrir því að Mirel Radoi, landsliðsþjálfari Rúmeníu, valdi Sali fyrir leikina við Ísland og Liechtenstein er sú að Sali getur valið á milli þriggja landsliða. Sali er nefnilega fæddur og uppalinn í Kanada, og foreldrar hans eiga ættir að rekja til Tyrklands. Ef að hann spilar fyrir Rúmeníu gegn Íslandi í kvöld, eða gegn Liechtenstein á sunnudag, þurfa að líða þrjú ár áður en hann getur spilað fyrir annað A-landslið. Ef hann spilar svo fjóra mótsleiki fyrir Rúmeníu má hann aldrei spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA. „Ein ástæða þess að hann er hérna með okkur er til að tryggja að hann spili fyrir Rúmeníu,“ sagði Radoi á blaðamannafundi í vikunni. Hann sagði menn hafa lagst í rannsóknarvinnu og borið Sali saman við helstu goðsagnir og bestu ungu leikmenn Rúmeníu en enginn þeirra stæðist Sali samanburðinn. Hæfileikabúnt sem Barcelona vildi fá „Þetta er hæfileikabúnt sem við höfum ekki efni á að missa frá okkur! Við verðum að sjá til hvort að það gefst tækifæri til að láta hann spila. Hann er þrátt fyrir allt enn barn og við megum ekki gera út af við hann,“ sagði Radoi. Barcelona fékk Sali til æfinga þegar hann var níu ára gamall og spænska félagið reyndi að tryggja sér krafta hans en málið var flókið vegna ungs aldurs hans og reglna FIFA um kaup á barnungum leikmönnum. „Messi, Neymar og Andrés Iniesta kenndu mér margt. Þeir sögðu mér að hafa trú á sjálfum mér,“ sagði Sali sem á endanum gafst upp á biðinni eftir Barcelona og flutti til Constanta í Rúmeníu, þar sem faðir hans ólst upp, til að æfa undir handleiðslu Hagi. HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Ísland er vissulega með mun yngri landsliðshóp en síðustu ár en yngsti maður hópsins, Ísak Bergmann Jóhannesson, er samt sem áður þremur árum eldri en Sali. Sali, sem verður 16 ára í febrúar, gæti slegið met sem Norðmaðurinn Martin Ödegaard tók af Sigurði Jónssyni, sem yngsti landsliðsmaðurinn í Evrópu til að spila í undankeppni stórmóts. Ödegaard var 15 ára og 300 daga þegar hann mætti Búlgaríu árið 2014 en Sigurður var 16 ára og 251 dags þegar hann lék gegn Möltu árið 1983. Sali er leikmaður Farul, félags sem er í eigu og þjálfað af rúmensku goðsögninni Gheorghe Hagi, og hefur þegar leikið átta leiki og skorað eitt mark í rúmensku úrvalsdeildinni. Hann er yngsti leikmaður sögunnar til að skora í deildinni. Gæti einnig valið Kanada eða Tyrkland Helsta ástæðan fyrir því að Mirel Radoi, landsliðsþjálfari Rúmeníu, valdi Sali fyrir leikina við Ísland og Liechtenstein er sú að Sali getur valið á milli þriggja landsliða. Sali er nefnilega fæddur og uppalinn í Kanada, og foreldrar hans eiga ættir að rekja til Tyrklands. Ef að hann spilar fyrir Rúmeníu gegn Íslandi í kvöld, eða gegn Liechtenstein á sunnudag, þurfa að líða þrjú ár áður en hann getur spilað fyrir annað A-landslið. Ef hann spilar svo fjóra mótsleiki fyrir Rúmeníu má hann aldrei spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA. „Ein ástæða þess að hann er hérna með okkur er til að tryggja að hann spili fyrir Rúmeníu,“ sagði Radoi á blaðamannafundi í vikunni. Hann sagði menn hafa lagst í rannsóknarvinnu og borið Sali saman við helstu goðsagnir og bestu ungu leikmenn Rúmeníu en enginn þeirra stæðist Sali samanburðinn. Hæfileikabúnt sem Barcelona vildi fá „Þetta er hæfileikabúnt sem við höfum ekki efni á að missa frá okkur! Við verðum að sjá til hvort að það gefst tækifæri til að láta hann spila. Hann er þrátt fyrir allt enn barn og við megum ekki gera út af við hann,“ sagði Radoi. Barcelona fékk Sali til æfinga þegar hann var níu ára gamall og spænska félagið reyndi að tryggja sér krafta hans en málið var flókið vegna ungs aldurs hans og reglna FIFA um kaup á barnungum leikmönnum. „Messi, Neymar og Andrés Iniesta kenndu mér margt. Þeir sögðu mér að hafa trú á sjálfum mér,“ sagði Sali sem á endanum gafst upp á biðinni eftir Barcelona og flutti til Constanta í Rúmeníu, þar sem faðir hans ólst upp, til að æfa undir handleiðslu Hagi.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira