Útskýrði af hverju fimmtán ára barn gæti mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 14:02 Enes Sali á æfingu rúmenska landsliðsins í vikunni. Hann er aðeins 15 ára gamall. mynd/frf.ro Hinn 15 ára gamli Enes Sali gæti skráð sig í sögubækurnar í kvöld komi hann við sögu með Rúmeníu gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. Ísland er vissulega með mun yngri landsliðshóp en síðustu ár en yngsti maður hópsins, Ísak Bergmann Jóhannesson, er samt sem áður þremur árum eldri en Sali. Sali, sem verður 16 ára í febrúar, gæti slegið met sem Norðmaðurinn Martin Ödegaard tók af Sigurði Jónssyni, sem yngsti landsliðsmaðurinn í Evrópu til að spila í undankeppni stórmóts. Ödegaard var 15 ára og 300 daga þegar hann mætti Búlgaríu árið 2014 en Sigurður var 16 ára og 251 dags þegar hann lék gegn Möltu árið 1983. Sali er leikmaður Farul, félags sem er í eigu og þjálfað af rúmensku goðsögninni Gheorghe Hagi, og hefur þegar leikið átta leiki og skorað eitt mark í rúmensku úrvalsdeildinni. Hann er yngsti leikmaður sögunnar til að skora í deildinni. Gæti einnig valið Kanada eða Tyrkland Helsta ástæðan fyrir því að Mirel Radoi, landsliðsþjálfari Rúmeníu, valdi Sali fyrir leikina við Ísland og Liechtenstein er sú að Sali getur valið á milli þriggja landsliða. Sali er nefnilega fæddur og uppalinn í Kanada, og foreldrar hans eiga ættir að rekja til Tyrklands. Ef að hann spilar fyrir Rúmeníu gegn Íslandi í kvöld, eða gegn Liechtenstein á sunnudag, þurfa að líða þrjú ár áður en hann getur spilað fyrir annað A-landslið. Ef hann spilar svo fjóra mótsleiki fyrir Rúmeníu má hann aldrei spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA. „Ein ástæða þess að hann er hérna með okkur er til að tryggja að hann spili fyrir Rúmeníu,“ sagði Radoi á blaðamannafundi í vikunni. Hann sagði menn hafa lagst í rannsóknarvinnu og borið Sali saman við helstu goðsagnir og bestu ungu leikmenn Rúmeníu en enginn þeirra stæðist Sali samanburðinn. Hæfileikabúnt sem Barcelona vildi fá „Þetta er hæfileikabúnt sem við höfum ekki efni á að missa frá okkur! Við verðum að sjá til hvort að það gefst tækifæri til að láta hann spila. Hann er þrátt fyrir allt enn barn og við megum ekki gera út af við hann,“ sagði Radoi. Barcelona fékk Sali til æfinga þegar hann var níu ára gamall og spænska félagið reyndi að tryggja sér krafta hans en málið var flókið vegna ungs aldurs hans og reglna FIFA um kaup á barnungum leikmönnum. „Messi, Neymar og Andrés Iniesta kenndu mér margt. Þeir sögðu mér að hafa trú á sjálfum mér,“ sagði Sali sem á endanum gafst upp á biðinni eftir Barcelona og flutti til Constanta í Rúmeníu, þar sem faðir hans ólst upp, til að æfa undir handleiðslu Hagi. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Ísland er vissulega með mun yngri landsliðshóp en síðustu ár en yngsti maður hópsins, Ísak Bergmann Jóhannesson, er samt sem áður þremur árum eldri en Sali. Sali, sem verður 16 ára í febrúar, gæti slegið met sem Norðmaðurinn Martin Ödegaard tók af Sigurði Jónssyni, sem yngsti landsliðsmaðurinn í Evrópu til að spila í undankeppni stórmóts. Ödegaard var 15 ára og 300 daga þegar hann mætti Búlgaríu árið 2014 en Sigurður var 16 ára og 251 dags þegar hann lék gegn Möltu árið 1983. Sali er leikmaður Farul, félags sem er í eigu og þjálfað af rúmensku goðsögninni Gheorghe Hagi, og hefur þegar leikið átta leiki og skorað eitt mark í rúmensku úrvalsdeildinni. Hann er yngsti leikmaður sögunnar til að skora í deildinni. Gæti einnig valið Kanada eða Tyrkland Helsta ástæðan fyrir því að Mirel Radoi, landsliðsþjálfari Rúmeníu, valdi Sali fyrir leikina við Ísland og Liechtenstein er sú að Sali getur valið á milli þriggja landsliða. Sali er nefnilega fæddur og uppalinn í Kanada, og foreldrar hans eiga ættir að rekja til Tyrklands. Ef að hann spilar fyrir Rúmeníu gegn Íslandi í kvöld, eða gegn Liechtenstein á sunnudag, þurfa að líða þrjú ár áður en hann getur spilað fyrir annað A-landslið. Ef hann spilar svo fjóra mótsleiki fyrir Rúmeníu má hann aldrei spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA. „Ein ástæða þess að hann er hérna með okkur er til að tryggja að hann spili fyrir Rúmeníu,“ sagði Radoi á blaðamannafundi í vikunni. Hann sagði menn hafa lagst í rannsóknarvinnu og borið Sali saman við helstu goðsagnir og bestu ungu leikmenn Rúmeníu en enginn þeirra stæðist Sali samanburðinn. Hæfileikabúnt sem Barcelona vildi fá „Þetta er hæfileikabúnt sem við höfum ekki efni á að missa frá okkur! Við verðum að sjá til hvort að það gefst tækifæri til að láta hann spila. Hann er þrátt fyrir allt enn barn og við megum ekki gera út af við hann,“ sagði Radoi. Barcelona fékk Sali til æfinga þegar hann var níu ára gamall og spænska félagið reyndi að tryggja sér krafta hans en málið var flókið vegna ungs aldurs hans og reglna FIFA um kaup á barnungum leikmönnum. „Messi, Neymar og Andrés Iniesta kenndu mér margt. Þeir sögðu mér að hafa trú á sjálfum mér,“ sagði Sali sem á endanum gafst upp á biðinni eftir Barcelona og flutti til Constanta í Rúmeníu, þar sem faðir hans ólst upp, til að æfa undir handleiðslu Hagi.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti