Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 23:20 Arnór virðist ekki vinsæll meðal starfsliðs síns. vísir/vilhelm Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira