Innlent

Um 160 nem­endur í sótt­kví fram á sunnu­dag

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðstoðarskólastjóri vonar innilega að þeim takist að ná utan um ástandið með sóttkvínni.
Aðstoðarskólastjóri vonar innilega að þeim takist að ná utan um ástandið með sóttkvínni. Já.is

Skólastjórnendur í Álfhólsskóla hafa tekið þá ákvörðun, í samráði við smitrakningarteymi, að setja alla nemendur miðstigs skólans í sóttkví fram á sunnudag.

Að sögn Einars Birgis Steinþórssonar, aðstoðarskólastjóra skólans, hafa síðustu dagar verið erfiðir. Um tuttugu nemendur í skólanum hafa smitast af kórónuveirunni síðan í síðustu viku. 

„Við erum búin að vera að glíma við þetta undanfarna daga og okkur hefur ekki tekist að rjúfa keðjuna, þetta var lokastigið.“

Engir kennarar hafa smitast enn sem komið er, en einhverjir munu þurfa að sæta sóttkví.

Einar segir að börnin séu orðin dauðþreytt á stöðunni enda hafi ítrekað þurft að setja smærri hópa í smitgát eða sóttkví. Margir foreldrar hafi þá einnig ákveðið að halda börnum heima í ljósi ástandsins.

„Þetta er staðan, því miður.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×