Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 19:50 Leikmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Twitter/@FCBfemeni Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira