Erlent

Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margir Bandaríkjamenn finna fyrir verðhækkun á neysluvörum.
Margir Bandaríkjamenn finna fyrir verðhækkun á neysluvörum. Getty Images

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins.

Nánast allar neysluvörur hafa hækkað og eldsneytisverð hefur ekki verið hærra í landinu í sjö ár. Það eina sem staðið hefur í stað eru flugfargjöld og áfengi, að sögn BBC. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir það í algjörum forgangi að reyna að koma í veg fyrir aukinn vöxt verðbólgu í landinu.

Talið er að skortur á starfsfólki hafi einnig haft áhrif á verðbólguna. Þá hafa margir atvinnuveitendur einnig þurft að hækka laun starfsmanna, sem leitt hefur til hærra vöruverðs. Aukin eftirspurn viðskiptavina, í kjölfar afléttinga á takmörkunum vegna kórónufaraldursins, hefur einnig haft áhrif.

Aukin verðbólga hefur valdið áhyggjum margra en Gylfi Zoega hagfræðiprófessor sagði fyrr á þessu ári að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni koma til með að hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.