Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 16:09 Emil Pálsson gat rætt við fjölmiðla í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi. MYND/SARPSBORG08.NO Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“ Norski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Sjá meira
Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“
Norski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Sjá meira