Reikna með að skuldaviðmið fari undir 100 prósent í fyrsta sinn í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 15:21 Yfirvöld í Hafnarfirði reikna með umtalsverðri fólksfjölgun á næstu árum. Vísir/Vilhelm Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 842 milljónum króna á árinu 2022. Þá gerir áætlun ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð króna og afkoma A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna. Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna. Hafnarfjörður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna.
Hafnarfjörður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira