Reikna með að skuldaviðmið fari undir 100 prósent í fyrsta sinn í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 15:21 Yfirvöld í Hafnarfirði reikna með umtalsverðri fólksfjölgun á næstu árum. Vísir/Vilhelm Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar nemur 842 milljónum króna á árinu 2022. Þá gerir áætlun ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð króna og afkoma A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna. Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna. Hafnarfjörður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Skuldaviðmið er áætlað um 97% í árslok 2022 en ef það gengur eftir verður það komið undir 100% í fyrsta sinn í áratugi. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs sem verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Gert er ráð fyrir að útsvarsprósenta standi óbreytt í 14,48% og að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að undanfarin misseri hafi verið lögð áhersla á að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar. Samtímis hafi verið unnið að uppbyggingu innviða og nýrra hverfa sem leiða muni til verulegrar fjölgunar íbúa á komandi árum. Sér bærinn fram á áframhaldandi hækkun kjarasamningsbundinna launa og ört vaxandi útgjöld vegna félagslegrar þjónustu sem vegur æ þyngra í rekstri bæjarins. Stefnt er að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lántökur í A-hluta og að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar verði komið niður í 97% í árslok 2022. Ætla að fjárfesta fyrir fimm milljarða „Fjárhagsáætlun næsta árs ber með sér að aðhald í rekstri og varnarviðbrögð bæjaryfirvalda við efnahagslegum áhrifum Covid-faraldursins hafa skilað árangri. Áhersla hefur verið lögð á að verja hagsmuni íbúa án þess að skuldsetja bæjarfélagið, en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfirstandandi fjárhagsári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu. Reikna megi með umtalsverðri íbúafjölgun á næstu árum en áætlanir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 1.500 til 2.000 á ári á næstu fjórum árum. „Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitarfélögum hefur aukinn launakostnaður haft mikil áhrif á rekstur bæjarins.“ Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%, sem er innan viðbúinna verðlagshækkana. Þá á lækkun vatns- og fráveitugjalda á atvinnuhúsnæði að lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Bærinn áætlar að kaupa félagslegar íbúðir fyrir um 500 milljónir króna.
Hafnarfjörður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels