Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálstofnunar í annað skiptið sumarið 2020. Vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar. Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk. Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05