PSG valtaði yfir Real Madrid | Juventus bjargaði stigi gegn Wolfsburg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2021 21:53 PSG vann stórsigur gegn Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Johannes Simon - UEFA/UEFA via Getty Images Franska stórveldið Paris Saint-Germain átti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 4-0 stórsigur og er nú með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins, en liðin leika í sama riðli og Breiðablik. Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir strax á 13. mínútu áður en Sara Daebritz tvöfaldaði forystu Parísarliðsins stuttu fyrir hálfleik. Marie-Antoinette Katoto var svo aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hún skoraði annað mark sitt, og þriðja mark PSG. Staðan var svo orðin 4-0 rúmum tíu mínútum síðar þegar Rocio varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Þetta reyndist lokamark leiksins og Parísarliðið fagnaði því öruggum 4-0 sigri. Liðið er nú eitt á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, þrem stigum meira en Real Madrid sem situr í öðru sæti. Breiðablik og Kharkiv reka svo lestina með sitthvort stigið, en liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Á sama tíma og leikur PSG og Real Madrid fór fram mættust Juventus og Wolfsburg í A-riðli. Ljóst var að um mikilvægan leik var að ræða, en með sigri gátu bæði lið haldið í við Chelsea sem sitja á toppi riðilsins. Cristiana Girelli kom Juventus yfir á 22. mínútu áður en Lena Lattwein jafnaði metin fyrir gestina þremur mínútum síðar. Staðan var því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja, en Tabea Wassmuth kom Wolfsburg yfir á 65. mínútu. Það stefndi allt í 2-1 sigur Wolfsburg, en á 90. mínútu fékk Felicitas Rauch að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valentina Cernoia tók aukaspyrnuna fyrir Juventus, og eftir mikinn darraðardans inni á teig gestanna barst boltinn til Girelli sem var ein á auðum sjó og skoraði annað mar sitt og tryggði Juventus dýrmætt stig. Juventus situr nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Wolfsburg sem situr í öðru sæti. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, en liðið vann virkilega sannfærandi 7-0 sigur gegn botnliði Servette fyrr í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira