Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:27 Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta. Vinnumarkaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta.
Vinnumarkaður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira