Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:27 Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta. Vinnumarkaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta.
Vinnumarkaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira