Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 14:33 Mikael Anderson lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Arnar Þór Viðarsson í vináttulandsleikjum gegn Póllandi og Færeyjum í sumar. Hann var einnig í U21-landsliði Arnars en gaf þá ekki kost á sér í leik gegn Ítalíu fyrir ári síðan. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira