Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 14:33 Mikael Anderson lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Arnar Þór Viðarsson í vináttulandsleikjum gegn Póllandi og Færeyjum í sumar. Hann var einnig í U21-landsliði Arnars en gaf þá ekki kost á sér í leik gegn Ítalíu fyrir ári síðan. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Mikael skoraði í 3-0 sigri AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn. Hann hefur verið í byrjunarliði AGF í síðustu tveimur leikjum en er þrátt fyrir það að glíma við meiðsli í hné. Mikael var í landsliðshópnum í október og lék síðustu tíu mínúturnar í 1-1 jafntefli við Armeníu. Hann er hins vegar ekki í hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudag og Norður-Makedóníu á sunnudaginn, í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. „Mikael er í sömu stöðu og í október, í veseni með hnéð sitt. Þetta eru álagsmeiðsli og hann er ekki, rétt eins og í október, 100 prósent til að taka þátt í verkefninu. Það tekur hann langan tíma að ná sér á milli leikja. Við erum því með aðra, fríska leikmenn inni í hópnum núna sem eru 100 prósent. Það er ástæðan varðandi Mikael í þessum glugga,“ segir Arnar sem ræddi við fjölmiðla á fjarfundi frá Búkarest í dag. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði Midtjylland á sunnudaginn.Getty/Lars Ronbog Þjálfarinn gefur aðspurður ekki mikið fyrir ágiskanir sem heyrst munu hafa í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um það að Mikael sé erfiður í samskiptum: „Mikael er alls ekki erfiður í samskiptum. Í rauninni hef ég ekki lent í neinum sem er erfiður í samskiptum. Mikael er mjög hreinskilinn og ég held að það séu kannski ekki margir þannig í fótboltanum því leikmenn eru oft aldir upp við að það megi aldrei segja of mikið, að þeir eigi að láta lítið fara fyrir sér og þar fram eftir götunum. Þið hafið alveg séð það að hann er alveg til í að setja inn færslu á Twitter eða Instagram um hvað honum finnst, en það hefur alls ekkert með það að gera að hann sé eitthvað erfiður í samskiptum. Hann er mjög heiðarlegur í samskiptum. Hann veit nákvæmlega hvernig staðan á sínum líkama er og það er mjög jákvætt að menn séu heiðarlegir og opnir varðandi það við þjálfarana,“ segir Arnar. Heyrði fljótlega í Mikael og því máli er lokið Fyrir ári síðan gaf Mikael ekki kost á sér í leik með U21-landsliðinu gegn Ítalíu, eftir að Erik Hamrén taldi sig ekki hafa not fyrir hann í leikjum með A-landsliðinu. Arnar var þá þjálfari U21-landsliðsins og sagði við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á þessum tíma að hann væri „alls ekki“ sammála því að ákvörðun Mikaels væri góð en kvaðst þó skilja hana. Arnar endurtók í dag að hann gæti alveg skilið afstöðu Mikaels þó að hann væri ekki sammála henni, og að málið hefði ekkert að gera með það af hverju Mikael væri ekki með núna: „Hann bjóst við því ef ég man rétt að vera bara valinn í A-landsliðið [fyrir ári síðan]. Hann var á þannig stað hjá sínu félagsliði þá að hann taldi það ekki gott að vera að koma í U21-landsliðið. Frá þjálfarahliðinni séð þá get ég ekki verið sammála því að leikmenn komi ekki, en við skiljum oft þeirra hlið. Ég held að ég hafi nú fljótlega heyrt í Mikka eftir þetta og því máli var bara lokið. Það er oft ágætt að menn þurfi ekki að vera sammála,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira