Innlent

Varð fyrir hellusteini sem var kastað í gegnum rúðu veitingastaðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Að vanda voru nokkrir ökumenn stöðvaðir við vímuakstur.
Að vanda voru nokkrir ökumenn stöðvaðir við vímuakstur. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni um klukkan 21.30 í gærkvöldi, þar sem  hellusteini hafði verið kastað inn um rúðu á veitingastað. Steinninn lenti í enni viðskiptavinar staðarins, sem blæddi mikið.

Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Tveir menn voru handteknir í póstnúmerinu 104 grunaðir um brot á lyfjalögum og vörslu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslum.

Þá var maður handtekinn í Kópavogi grunaður um innbrot og þjófnað.

Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×