Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 20:03 Jóhannes við störf sem meðhöndlari. Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Jóhannes var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í janúar, en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár fyrir helgi. Dómurinn hefur verið nú birtur á vef Landsréttar. Jóhannes er þekktur nuddari og höfðu konurnar allar leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála og vænst þess að fá meðhöndlun hjá honum í samræmi við þá kvilla. Í dómi Landsréttar segir að í ljósi þessa hafi konurnar verið í viðkvæmri stöðu, þær hafi borið trausts til hans í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum. Jóhannes hafði haft konurnar til meðferðar hjá sér og byggt upp traust þegar hann braut á þeim. Höfðu þær allar verið fákæddar og varnarlausar á nuddbekk á meðhöndlunarstofu hans þegar brotin áttu sér stað. Samkvæmt héraðsdómi braut hann traustið sem konurnar báru til hans þegar hann rak fingur í leggöng þeirra án nokkurra tenginga við stoðkerfismeðhöndlunina sem þær þurftu á að halda. Sérfræðingur í sjúkraþjálfun var meðdómsmaður Í dómi Landsréttar er meðal annars vikið að ósamræmi í lýsingu Jóhannesar á þeirri meðferð sem ein konan fékk hjá honum í síðasta meðferðartímanum, annars vegar í skýrslu hans hjá lögreglu og hins vegar við skýrslugjöf í héraðsdómi. Kemur fram í dómi Landsréttar að ólíklegt sé að meðferðirnar sem hann lýsti í því tilviki hafi verið til þess fallnar að bæta úr meini konunnar sem að sögn Jóhannesar fólst í læsingum í spjaldhryggjarlið. Í Landsrétti sat meðal annnars sérfróður meðdómsmaður, dr. Þorgerður Sigurðardóttur, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun með áherslu á grindarbotn. Er dómurinn harðorður í garð Jóhannesar. „Um var að ræða alvarleg brot gagnvart brotaþolum sem framinvoruí skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til ákærða í ljósi þess að hann bauð fram sérhæfða meðferð við stoðkerfisvandamálum.Konurnar voru í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. Af atvikum má ráða að vilji ákærða til að brjóta gegn konunumhafi verið sterkur og einbeittur.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14