Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 11:33 Jón Baldvin Hannibalsson og Carmen Jóhannsdóttir. Samsett Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. Leiddi þetta til þess að Jón Baldvin, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og miskabótakröfu Carmenar vísað frá dómi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en héraðssaksóknari fór fram á Jón Baldvin yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða allan sakarkostnað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Jón Baldvin hefur ætíð neitað sök en atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Viðstöddum ber ekki saman um hvað gerðist umrætt kvöld en að sögn Carmenar og Laufeyjar Óskar káfaði Jón Baldvin á rassi þeirrar fyrrnefndu utanklæða við borðhaldið. Fimm vitni til frásagnar Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Auk Jóns Baldvins voru fjögur vitni til frásagnar um það sem gerðist umrætt kvöld. Að sögn héraðsdóms fékk framburður Jóns Baldvins stoð í vitnisburði Bryndísar en vitnisburður Laufeyjar Óskar var ekki talinn styðja nógu vel við framburð Carmenar. Laufey Ósk lýsti atburðum svo að þegar allir voru sestir til borðs hefði Carmen staðið upp, sótt vínflösku, og er hún stóð hægra megin við Jón Baldvin að skenkja í glösin hefði hann teygt höndina upp eftir lærinu á Carmen. Þegar Laufey var spurð við aðalmeðferð málsins hvort Carmen hefði verið að hella í glas Laufeyjar kvaðst hún ekki vera viss hvort verið var að hella í glasið hennar eða í glas Hugrúnar Auðar Jónsdóttur, sem var sömuleiðis viðstödd kvöldverðinn. Spurð um þetta fyrir dómi kvaðst Carmen ekki geta svarað þessu og vísaði á móður sína. Carmen Jóhannsdóttir leitaði til lögreglu í mars 2019. Mynd/Raul Baldera Nánar spurð um lýsingu á því hvernig ákærði strauk Carmen kvaðst Laufey ekki geta það þar sem hún myndi það ekki. Laufey taldi þó að Jón Baldvin hafi strokið rassinn upp og niður og minnti að Carmen hafi verið í buxum. Þetta kemur fram í úrskurði héraðsdóms en síðar í vitnisburðinum fyrir dómi sagði Laufey Ósk að Carmen hefði ekki verið að hella í glas sitt þegar atburðurinn átti sér stað en hún kynni að hafa verið nýbúin að gera það. Nánar spurð um þetta kvaðst Laufey halda sig við vitnisburð sinn hjá lögreglu þar sem hún myndi þetta ekki svo glöggt í dag. Talið ósannað að Jón Baldvin hafi framið háttsemina Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að Laufey hafi lýst atburðum nokkuð á annan veg í skýrslutöku hjá lögreglu. Við skýrslutöku þann 10. apríl 2019 greindi Laufey Ósk frá atburðinum á þennan hátt: „Ég man ekki hvort hann fór inn í klofið á henni, eða hvort hann, hérna byrjaði þar, eða fór upp, eða byrjaði upp og fór niður í klofið á henni, skilurðu, eða aftan á rassinn og inn í klofið á henni, en þannig var það, hvað hann gerði það oft, ætli það hafi ekki verið svona þrisvar sinnum, eitthvað svona þrisvar, já.“ Í skýrslutöku hjá lögreglunni sama dag sagði Laufey Ósk einnig: ,,meðan hún er að hérna að skenkja í glasið hjá mér, þá hérna sé ég það að hann tekur hægri höndina og fer með hana bara á rassinn á henni og strýkur henni upp og niður.“ Carmen kvað Jón Baldvin hafa byrjað að strjúka á henni rassinn mjög ákaft meðan hún hellti í glösin einu sinni upp og niður og kvaðst hafa verið í kjól. Líkt og áður kom fram minnti Laufey, þegar hún var spurð hvort Jón Baldvin hafi farið undir fötin, að Carmen hafi verið í buxum. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Talið ósannað að hann hafi framið háttsemina Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að ráða megi af vitnisburði Laufeyjar Óskar fyrir dómi að hún muni atburði ekki vel. Þá hafi hún staðið við vitnisburð sinn hjá lögreglu en þar sé atburðum lýst á nokkuð annan hátt en Carmen gerir. „Vitnisburður þessara tveggja vitna er um sumt ósamrýmanlegur, til dæmis um það hvernig þær lýsa háttsemi ákærða og fleira,“ segir í dómi héraðsdóms. Hugrún Auður, vinkona Jóns Baldvins og Bryndísar sem var viðstödd kvöldverðinn, sagðist ekki hafa séð Jón Baldvin áreita Carmen. „Vitnisburður Carmenar fær því hvorki þá stoð sem þarf af öðrum vitnisburði né af öðrum gögnum málsins til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni, gegn neitun ákærða, en neitun hans fær stoð í vitnisburði Bryndísar og Hugrúnar Auðar,“ segir í dómi héraðsdóms. Taldi Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, því ósannað gegn neitun Jóns Baldvins, að hann hafi framið háttsemina sem greint er frá í ákæru og því bæri að sýkna hann. Miskabótakröfu Carmenar var vísað frá dómi og greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Leiddi þetta til þess að Jón Baldvin, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og miskabótakröfu Carmenar vísað frá dómi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en héraðssaksóknari fór fram á Jón Baldvin yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða allan sakarkostnað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Jón Baldvin hefur ætíð neitað sök en atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Viðstöddum ber ekki saman um hvað gerðist umrætt kvöld en að sögn Carmenar og Laufeyjar Óskar káfaði Jón Baldvin á rassi þeirrar fyrrnefndu utanklæða við borðhaldið. Fimm vitni til frásagnar Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Auk Jóns Baldvins voru fjögur vitni til frásagnar um það sem gerðist umrætt kvöld. Að sögn héraðsdóms fékk framburður Jóns Baldvins stoð í vitnisburði Bryndísar en vitnisburður Laufeyjar Óskar var ekki talinn styðja nógu vel við framburð Carmenar. Laufey Ósk lýsti atburðum svo að þegar allir voru sestir til borðs hefði Carmen staðið upp, sótt vínflösku, og er hún stóð hægra megin við Jón Baldvin að skenkja í glösin hefði hann teygt höndina upp eftir lærinu á Carmen. Þegar Laufey var spurð við aðalmeðferð málsins hvort Carmen hefði verið að hella í glas Laufeyjar kvaðst hún ekki vera viss hvort verið var að hella í glasið hennar eða í glas Hugrúnar Auðar Jónsdóttur, sem var sömuleiðis viðstödd kvöldverðinn. Spurð um þetta fyrir dómi kvaðst Carmen ekki geta svarað þessu og vísaði á móður sína. Carmen Jóhannsdóttir leitaði til lögreglu í mars 2019. Mynd/Raul Baldera Nánar spurð um lýsingu á því hvernig ákærði strauk Carmen kvaðst Laufey ekki geta það þar sem hún myndi það ekki. Laufey taldi þó að Jón Baldvin hafi strokið rassinn upp og niður og minnti að Carmen hafi verið í buxum. Þetta kemur fram í úrskurði héraðsdóms en síðar í vitnisburðinum fyrir dómi sagði Laufey Ósk að Carmen hefði ekki verið að hella í glas sitt þegar atburðurinn átti sér stað en hún kynni að hafa verið nýbúin að gera það. Nánar spurð um þetta kvaðst Laufey halda sig við vitnisburð sinn hjá lögreglu þar sem hún myndi þetta ekki svo glöggt í dag. Talið ósannað að Jón Baldvin hafi framið háttsemina Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að Laufey hafi lýst atburðum nokkuð á annan veg í skýrslutöku hjá lögreglu. Við skýrslutöku þann 10. apríl 2019 greindi Laufey Ósk frá atburðinum á þennan hátt: „Ég man ekki hvort hann fór inn í klofið á henni, eða hvort hann, hérna byrjaði þar, eða fór upp, eða byrjaði upp og fór niður í klofið á henni, skilurðu, eða aftan á rassinn og inn í klofið á henni, en þannig var það, hvað hann gerði það oft, ætli það hafi ekki verið svona þrisvar sinnum, eitthvað svona þrisvar, já.“ Í skýrslutöku hjá lögreglunni sama dag sagði Laufey Ósk einnig: ,,meðan hún er að hérna að skenkja í glasið hjá mér, þá hérna sé ég það að hann tekur hægri höndina og fer með hana bara á rassinn á henni og strýkur henni upp og niður.“ Carmen kvað Jón Baldvin hafa byrjað að strjúka á henni rassinn mjög ákaft meðan hún hellti í glösin einu sinni upp og niður og kvaðst hafa verið í kjól. Líkt og áður kom fram minnti Laufey, þegar hún var spurð hvort Jón Baldvin hafi farið undir fötin, að Carmen hafi verið í buxum. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Talið ósannað að hann hafi framið háttsemina Fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms að ráða megi af vitnisburði Laufeyjar Óskar fyrir dómi að hún muni atburði ekki vel. Þá hafi hún staðið við vitnisburð sinn hjá lögreglu en þar sé atburðum lýst á nokkuð annan hátt en Carmen gerir. „Vitnisburður þessara tveggja vitna er um sumt ósamrýmanlegur, til dæmis um það hvernig þær lýsa háttsemi ákærða og fleira,“ segir í dómi héraðsdóms. Hugrún Auður, vinkona Jóns Baldvins og Bryndísar sem var viðstödd kvöldverðinn, sagðist ekki hafa séð Jón Baldvin áreita Carmen. „Vitnisburður Carmenar fær því hvorki þá stoð sem þarf af öðrum vitnisburði né af öðrum gögnum málsins til að unnt sé að leggja hann til grundvallar niðurstöðunni, gegn neitun ákærða, en neitun hans fær stoð í vitnisburði Bryndísar og Hugrúnar Auðar,“ segir í dómi héraðsdóms. Taldi Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, því ósannað gegn neitun Jóns Baldvins, að hann hafi framið háttsemina sem greint er frá í ákæru og því bæri að sýkna hann. Miskabótakröfu Carmenar var vísað frá dómi og greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20