Fótbolti

Arnór Ingvi spilaði í tapi gegn Inter Miami

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images

Arnór Ingvi Traustason og félagar í New England Revolution voru fyrir löngu búnir að tryggja sér efsta sæti MLS deildarinnar þegar kom að lokaumferð deildarkeppninnar í kvöld.

Arnór Ingvi hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans fékk Inter Miami í heimsókn í kvöld en síðarnefnda liðið er í eigu David Beckham og er þjálfað af Phil Neville.

Arnóri var skipt inná eftir klukkutíma leik en tveimur mínútum áður hafði Blaise Matuidi, fyrrum leikmaður Juventus, PSG og franska landsliðsins komið Inter í forystu.

Ekki tókst Arnóri að hjálpa félögum sínum að jafna leikinn þar sem honum lauk með 0-1 sigri Inter Miami.

Guðmundur Þórarinsson sat allan tímann á varamannabekk New York City sem gerði 1-1 jafntefli við Philadelphia Union.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×