Fótbolti

Formaður KSÍ segir íslenskt knattspyrnufólk búa við hræðilegar aðstæður í Laugardal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vanda Sigurgeirsdóttir í stúkunni á Laugardalsvelli ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.
Vanda Sigurgeirsdóttir í stúkunni á Laugardalsvelli ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Aðstöðuleysi herjar að öllum stóru íþróttasamböndum landsins um þessar mundir og formaður stærsta sérsambandsins er ómyrk í máli þegar kemur að umræðu um Laugardalsvöllinn.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst afar ósátt með stöðu mála þegar kemur að aðstöðu sambandsins í Laugardal. Þetta kom fram í viðtali við hana hjá Morgunblaðinu.

„Aðstæðurnar á Laugardalsvelli eru hræðilegar. Fyrir leikmenn, blaðamenn, áhorfendur og alla aðra sem að vellinum koma,“ er haft eftir Vöndu sem tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Vanda skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að taka málin í sínar hendur og klára dæmið.

Í mörg ár hefur verið kallað eftir endurbótum á Laugardalsvelli en völlurinn stenst nær engar kröfur sem FIFA og UEFA gera til þjóðarleikvanga. Ljóst er að ef fram heldur sem horfir munu íslensku landsliðin í knattspyrnu þurfa að leika heimaleiki sína í öðru landi, líkt og blasir við hjá körfuboltalandsliði Íslands.


Tengdar fréttir

„Við erum í mjög, mjög slæmri stöðu“

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta þarf nær örugglega að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar og greiða Ítölum fyrir framkvæmdina. „Við erum í mjög, mjög slæmri stöðu,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×