Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 10:05 Ríkisstjórnin fundra nú í Ráðherrabústaðnum um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertari samkomutakmarkanir. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að Þórólfur hafi skilað sér minnisblað í gær. Hún vilji ekki fara í það hvað felist nákvæmlega í tillögunum en Þórólfur hafi þó lagt til hertar aðgerðir. Mikil aukning hefur verið á fjölda þeirra sem greinast smitaðir dag hvern. Í fyrradag greindist metfjöldi, í þessari bylgju, smitaður af Covid-19 en fleiri hafa ekki greinst hér síðan í byrjun ágúst. Gripið hefur verið til víðtækra aðgerða í Suðurnesjabæ og á Akranesi þar sem nokkur fjöldi fólks hefur greinst síðustu daga. Þá hafa einhverjar stofnanir þurft að takmarka starfsemi sína, til dæmis héraðssaksóknari en þar greindust átta smitaðir í byrjun vikunnar og fresta hefur þurft dómsmálum vegna þessa. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu en þeir sem ekki get fylgst með beinni útsendingu geta fylgst með textavaktinni hér að neðan.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að Þórólfur hafi skilað sér minnisblað í gær. Hún vilji ekki fara í það hvað felist nákvæmlega í tillögunum en Þórólfur hafi þó lagt til hertar aðgerðir. Mikil aukning hefur verið á fjölda þeirra sem greinast smitaðir dag hvern. Í fyrradag greindist metfjöldi, í þessari bylgju, smitaður af Covid-19 en fleiri hafa ekki greinst hér síðan í byrjun ágúst. Gripið hefur verið til víðtækra aðgerða í Suðurnesjabæ og á Akranesi þar sem nokkur fjöldi fólks hefur greinst síðustu daga. Þá hafa einhverjar stofnanir þurft að takmarka starfsemi sína, til dæmis héraðssaksóknari en þar greindust átta smitaðir í byrjun vikunnar og fresta hefur þurft dómsmálum vegna þessa. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu en þeir sem ekki get fylgst með beinni útsendingu geta fylgst með textavaktinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira