Alfreð og Jóhann aftur í landsliðið þegar þeir verða „hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 13:43 Alfreð Finnbogason er orðinn þreyttur á að meiðsli trufli frammistöðu hans og ætlar að bíða með að snúa aftur í landsliðið. vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason vilja koma skrokknum í betra lag áður en þeir mæta aftur í landsleiki. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira