Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 10:31 Litríkur stuðningsmaður Íslands á leiknum gegn Austurríki í Rotterdam á EM 2017. Getty/Maja Hitji Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira