Erlent

Kartaflan Doug kann að vera sú stærsta í heimi

Atli Ísleifsson skrifar
Eftir mælingu reyndist kartaflan vega 7,9 kíló.
Eftir mælingu reyndist kartaflan vega 7,9 kíló. AP

Hjón á Nýja-Sjálandi hafa grafið upp það sem kann að vera stærsta kartafla heims, en hún er tæp átta kíló að þyngd.

AP segir frá því að þau Donna og Colin Craig-Brown hafi nefnt kartöfluna Doug, en þau grófu hana upp í úthverfi Hamilton á Norðurey Nýja-Sjálands í lok ágúst síðastliðinn.

Donna Craig-Brown heldur á Doug.AP

Hjónin segjast ekki hafa ræktað kartöfluna sjálf heldur er talið að hún hafi sáð sér sjálf og síðan vaxið og dafnað óáreitt í einhver ár.

Eftir mælingu reyndist kartaflan vega 7,9 kíló og hafa hjónin sett sig í samband við Heimsmetabók Guinness til að fá hana skráða sem stærstu kartöflu í heimi.

Núverandi methafi er kartafla sem var grafin upp í Bretlandi árið 2011. Sú var fimm kíló að þyngd.

Hjónin segjast hafa gefið kartöflunni nafnið Doug þar sem þau grófu (e. dug) hana upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×