Erlent

Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Yfirvöld segja fjölskylduna hafa gert mikið af því að knúsast og kúra síðan Cleo var bjargað.
Yfirvöld segja fjölskylduna hafa gert mikið af því að knúsast og kúra síðan Cleo var bjargað. AP/AAP/Richard Wainwright

Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 

Maðurinn, sem er 36 ára, er nú í haldi lögreglu eftir að hafa verið færður tvisvar á sjúkrahús vegna tilrauna til sjálfsskaða. Lögregla segir meiðsl hans ekki hafa verið alvarleg.

Fjölskylda Cleo var í tjaldferðalagi þegar stúlkan hvarf frá afskekktu tjaldsvæði um það bil 75 kílómetrum norður af bænum Carnarvon. Stúlkan fannst á heimili mannsins í borginni, sem er skammt frá heimili fjölskyldunnar.

Lögregla segir manninn hins vegar ekki tengjast fjölskyldu Cleo og hann var ekki heima þegar stúlkunni var bjargað. Lögregla hefur ekki gefið upp nákvæmlega hvernig þeir fundu Cleo.

Yfirvöld segja fjölskylduna hafa verið að taka því rólega síðustu daga og unnið sé að því að undirbúa Cleo fyrir skýrslutöku. „Þetta hlýtur að vera gríðarlega erfitt fyrir þau en þegar öllu er á botninn hvolft viljum við árangursríka saksókn,“ hefur Guardian eftir einum lögreglumannanna sem bjargaði stúlkunni.

Lögregla hefur birt upptökur af því þegar Cleo var bjargað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.